Viðbótarstund í leikskóla dýrari svo unnt sé að verja grunnþjónustuna

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn hefur í góðri samvinnu við minnihlutann og ekki síður í góðri samvinnu við ötult starfsfólk Reykjavíkurborgar náð að spara verulega í rekstri borgarinna án þess það hafi skert grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Í leikskólamálum er áfram tryggð sú grunnþjónusta sem felst í 8 tíma leikskóladvöl barna án þess að gjaldskrá fyrir 8 tíma dvöl sé hækkuð.  Því miður er ekki lengur svigrúm til þess að greiða niður viðbótarstund við 8 tíma leikskóladvöl á sama hátt og áður. Þetta þýðir hækkun greiðslu þeirra foreldara sem nýta sér viðbótarstund á leikskóla umfram 8 stunda grunnþjónustuna.

Þessi ákvörðun er afar erfið. En valið stóð á milli þess að tryggja áfram óbreytta gjaldskrá fyrir grunnþjónustuna á leikskólunum sem felst í 8 stunda leikskóladvöl og hækka viðbótarstund í leikskóla - eða að hækka gjaldskrá grunnþjónustunnar.

Því miður er hætt við að víða í opinberum rekstri verði grunnþjónustan ekki varin og gjaldskrár hækkaðar. En meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks mun að sjálfsögðu áfram verja grunnþjónustuna í borginni. Það þýðir þó ekki að meirihlutinn þurfi að taka erfiðar ákvarðanir á ýmsum sviðum sem borgarbúar hafa vanist góðu frá borgarinnar hendi - en telst ekki til grunnþjónustu borgarinnar. Slíkar ákvarðanir eru óhjákvæmilegar.


mbl.is Mótmælir fyrirhugaðri hækkun leiksskólagjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband