Bjarga bæjarstjóraskipti meirihlutanum í Kópavogi?
26.5.2009 | 21:14
Bjarga bæjarstjóraskipti meirihlutanum í Kópavogi?
Að óbreyttu munu Framsóknarmenn að líkindum neyðast til að slíta 19 ára meirihlutasamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi - því þótt einhverjir kunna að komast að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórinn hafi ekki brotið lög með milljónagreiðslum Kópavogsbæjar til fyrirtækis dóttur hans - þá er það greinilegur dómgreindarbrestur, einhverjir myndu segja siðferðisbrestur bæjarstjórans að láta slíkt viðgangast.
Ný Framsókn líður ekki spillingu. Svo einfalt er það. Því bendir allt til meirihlutaslita í Kópavogi - nema Sjálfstæðismenn taki til í sínum ranni og geri annan mann á D-lista - Gunnstein Gunnsteinsson að bæjarstjóra í stað Gunnars Birgissonar - eins og ýjað er að á Eyjunni að sé inn í myndinni.
Með slíkri hrókeringu hafa Framsóknarmenn raunverulegt val í Kópavogi. Val um að halda áfram meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn fram að kosningum - enda ekki æskilegt að vera að róta með meirihluta síðustu mánuðina fyrir kosningar - eða val um að hætta samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna dómgreindarbrests núverandi bæjarstjóra þrátt fyrir að hann víki.
Víki bæjarstjórinn ekki - þá hafa Framsóknarmenn í Kópavogi ekkert val. Þeir verða að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn - því Framsóknarmenn geta ekki liðið svo víðtækt dómgreindarleysi bæjarstjórans - hvað þá ef um siðferðisbrest er að ræða.
Reyndar ákváðu Framsóknarmenn í Kópavogi að láta Gunnar Birgisson njóta vafans og bíða niðurstöðu úttektar endurskoðenda bæjarins. Það var drengilegt á þeim tíma - en skiptir ekki öllu máli lengur. Dómgreindarleysið blasir svo við.
Reyndar eru endurskoðendur Kópavogsbæjar í ákveðnum vanda - því eftir því sem ég kemst næst þá er annar aðalendurskoðandi bæjarins fyrrum bókari Klæðningar. Ef svo er þá skiptir ekki máli hversu vönduð og góð úttekt þeirra verður - andstæðingar bæjarstjórans geta alltaf véfengt niðurstöðuna þótt það sé algjörlega að ósekju.
Mér finnst reyndar að ef þetta er rétt - þá eigi viðkomandi aðili að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. Það væri heiðarlegast bæði gagnvart sjálfum sér og bæjarstjóranum.
Fastgengi í 170 áhugaverð hugmynd - ef hún gengur
26.5.2009 | 20:49
Fastengi krónunnar í gegnisvísitölu 170 er áhugaverð hugmynd - en gengur hún í raunveruleikanum? Hvernig ætla menn að halda genginu föstu á þessu gengi? Hvað mun það kosta Seðlabankann? Erum við að tala um gengishöft til margra ára - þar sem opinbera gengið á Íslandi er gengisvísitala 170 - en gengið erlendis 300?
Margar spurningar sem þarf að svara - en hugmyndin áhugaverð.
Annars er einfaldast að ganga í Evrópusambandið náist ásættanlegir samningar og fá evrópska seðlabankann til að verja gengið - og taka upp evruna í kjölfarið!
... og víst er hægt að gera það á skömmum tíma!
![]() |
Festa gengið í 160 - 170 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jákvæðar breytingar hjá ríkisstjórninni
26.5.2009 | 17:00
Breytingar á stjórnarráðinu eru afar jákvæðar og skynsamlegar. Skil reyndar ekki af hverju innanríkisráðuneytið er ekki sett á fót strax um áramót - en væntanlega er ástæðan sú að Möllerinn mun sitja út kjörtímabilið sem samgöngu- og sveitamálaráðherra. Samfylkingin hefur ekki treyst honum í að taka við dómsmálunum.
Nema að leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafi ekki styrk til að fækka ráðherrum eins og þyrfti.
En - enn og aftur. Þessar breytingar á stjórnarráðinu eru afar skynsamlegar hjá ríkisstjórninni. Vonandi fer að glitta í skynsemina á öðrum sviðum einnig!
![]() |
Ráðuneyti skipta um nöfn og hlutverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |