Ríkisstjórn í afneitun og VG vilja ekki skrifstofur í Morgunblaðshöllinni!

Það er rétt hjá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að þjóðin er í afneitun. En það sem verra er - Steingrímur er í ríkisstjórn sem er í algerri afneitun. Það er rétt hjá Steingrími að erfiðleikarnir verði ekki umflúnir og umræðan verði að taka mið af því.

Ríkisstjórnin hefur hins vegar hagað sér eins og erfiðleikarnir verði umflúnir og umræðan innan hennar opinberað algera afneitun á ástandinu eins og það er.

Besta dæmið er að ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að aflýsa þingfundum í dag þegar mátt hefði nota daginn til að "horfast í augu við hversu alvarleg staða ríkissjóðs sé" og koma efnahagsmálunum og stöðu heimilanna á dagskrá - eins og Framsóknarflokkurinn hefur krafist.

Líklega vilja þingmenn VG og Samfylkingar ekki að þinghald standi yfir á meðan VG finna sér nýjar skrifstofur - því þingflokkur VG neitar að taka við glæsilegum skrifstofum í Aðalstræti - vegna þess að þær eru í gömlu Morgunblaðshöllinni.

Þetta er sami þingflokkur VG - sem vill ekki í rúmgott ríkisstjórnarherbergið í Alþingi - heldur þröngva Framsóknarmönnum út úr hefðbundnu þingflokksherbergi sínu og í minna herbergi sem er of lítið fyrir þingflokk Framsóknarmanna. Þar sitja 14 manns þingflokksfundi að jafnaði.

Þessi mál virðast vera aðalmálin hjá þingmönnum VG - flokki Steingríms J. - frekar en "að fara horfast í augu við hversu alvarleg staða ríkissjóðs sé"!

En vonandi er þessi forgangsröðun VG að breytast ef marka má orð Steingríms.

Fyrir áhugasama um þingflokksherbergi og skrifstofur VG í Morgunblaðshöllinni sjá frétt MBL.is :

14 sitja fundi þingflokks framsóknarmanna

PS.

Þegar VG sá að Steingrímur hafði talað af sér um Þjóð í afneitin - og það gæti skaðað hann - þá fékk starfsmaður VG það fram að fyrisögninni yrði breytt í "Framsóknarmenn í afneitun".

Fyndið. Það er nefnilega ríkisstjórnin sem er í afneitun en ekki Framsóknarflokkurinn!  Það er bara svo illilega borðliggjandi!


mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið lætur heimilin bera byrðarnar

Svokölluð "skjaldborg" ríkisstjórnarinnar um heimilinn er í framkvæmd þannig að ríkisstjórnin lætur heimilin bera byrðarnar. Skuldir heimilanna eru á háum vöxtum og ekki kemur til greina að leiðrétta skuldirnar með því að færa þær niður. Innlánsvextir á sparireikningum barnanna eru hins vegar færðir niður. Til viðbótar virðist ríkisstjórnin ætla að hækka skatta á fjölskyldurnar á sama tíma og laun þeirra sem þó hafa vinnu lækka.

Það er eitthvað meira en lítið brogað við þessa ríkisstjórn!

Ríkisstjórn í afneitun og VG vilja ekki skrifstofur í Morgunblaðshöllinni!


mbl.is Ríkisbankarnir reknir með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband