Carla Bruni hetjan mín í dag!
20.5.2009 | 23:19
Carla Bruni forsetafrú í Frakklandi er hetjan mín í dag. Þvílík andstæða Marie-Antoinette. Tekur af skarið og segir það sem segja þarf af fullkomnum skilningi. Ekkert kökukjaftæði.
Ég fæddist kaþólikki, ég var skírð, en í lífi mínu hef ég verið mjög veraldlega sinnuð. Ég tel að deilan sem spannst af ummælum páfa - sem fjölmiðlar greindu raunar ónákvæmlega frá - hafi ollið miklum skaða. Í Afríku er það oft kirkjan sem lítur eftir sjúku fólki. Það er með ólíkindum að horfa upp á muninn á kenningunni og raunveruleikanum.
Ég tel að kirkjan þurfi að þróast í þessum málum. Hún kynnir smokkinn sem getnaðarvörn sem hún, af hendingu, bannar, þrátt fyrir að hann sé eina vörnin að svo stöddu, sagði Bruni í samtali við tímaritið Femme Actuelle!
Páfinn á náttúrlega að skammast sín!
![]() |
Gagnrýni Bruni einsdæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veruleikafirrt ríkisstjórn fjallar um meðhöndlun úrgangs
20.5.2009 | 20:00
Jón Bjarnason sem ráðherra er himnasending fyrir andstæðinga ríkisstjórnarinnar. En dagurinn í dag undirstrikar að til valda er komin veruleikafirrt ríkisstjórn sem áttar sig ekki á að engan tíma má missa í baráttunni gegn efnahagshruninu.
Það er kannske lýsandi að ríkisstjórnin setur á oddinn meðhöndlun úrgangs frekar en efnahagsmálin. Með sama áframhaldi þá er hætt við að aðalviðfangsefni efnahagsmálanna verði einmitt meðhöndlun úrgangs. Íslenskt efnahagslíf mun þurfa að meðhöndla eins og geislavirkan úrgang ef ríkisstjórnin rankar ekki úr rotinu.
![]() |
Veruleikafirrtur grátkór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |