Framsóknarmenn í öllum hinum norrænu ríkisstjórnunum

Mér finnst það afar fyndið að leiðtogar nýrrar ríkisstjórnar skuli halda blaðamannafund sinn í Norræna húsinu og hyggjast með því vísa til stjórnarstefnu hinna Norðurlandanna.

Það eru nefnilega Famsóknarmenn í öllum hinum norrænu ríkisstjórnunum - en það er deginum ljósara að nýja ríkisstjórnin vangtar einmitt kjölfestu Framsóknarflokksins til að verða vænleg ríkisstjórn.

Í Danmörku er systurflokkur Framsóknarflokksins - Venstre - leiðandi í borgaralegri miðhægri ríkisstjórn.

Í Noregi er systurflokkur Framsóknarflokksins -  Senterpartiet - í miðvinstri ríkisstjórn.

Í Svíþjóð eru systurflokkar Framsóknarflokksins - Centerpartiet og Folkepartiet Liberalana í borgaralegri miðhægristjórn.

Í Finnlandi eru systurflokkar Framsóknarflokksins - Suomen Keskusta og Svenska Folkepartiet - í miðjustjórn.

 

 


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á ekki orð...

Ég á ekki orð yfir þeirri ákvörðun að fjölga ráðherrum í ríkisstjórninni á tímum sparnaðar. Er ekki í lagi?


mbl.is Ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband