Útreið Framsóknarflokksins í Reykjavík!
9.4.2009 | 20:23
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík fóru í útreið í góða veðrinu í dag. Það var riðið úr Víðidalnum austur fyrir Elliðavatn þar sem var áð, sungið og pylsur grillaðar! Það var glæsilegur Framsóknarhópur á ferð sem vakti athygli. Fjöldi hestamanna sem áttu leið hjá stigu að baki, fengu sér pylsu og ræddu stjórnmálin.
Þótt þar hafi verið fólk sem áður hefur kosið aðra flokka en Framsókn - þá var ljóst að málflutningur Framsókanrmanna átti greiða leið að hjörtum þeirra felstra - og allar líkur á að Framsóknarflokkurinn fái atkvæði frá sumum þeirra hestamanna sem ekki hafa kosið flokkinn áður.
Enda skilja þeir þörfina á að hafa Framsóknarflokkinn með í ríkisstjórn til að tryggja jarðsamband.
Myndband af útreiðatúrnum er að finna hér.
![]() |
Ekki mistök að verja stjórnina falli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |