Þögn Moggans um afar vafasaman 30 milljón króna styrk Fl Group til Sjálfstæðisflokksins er einkennandi. Ljóst að Mogginn reynir að þegja skandala Sjálfstæðisflokksins í hel.
Sama má segja um framgöngu Ríkissjónvarpsins - sem reyndi í niðurlagi fréttatímans að draga úr áhrifum þessa hneykslis Sjálfstæðismanna með því að nota ekki eðlilega fyrirsögn um máið eins og td: "FL Group gaf Sjálstæðisflokknum 30 milljónir" en segja þess í stað til að dempa áhrifin á þessu hneyksli: "Illugi Gunnarsson kannast ekki við 30 milljón króna styrk til Sjálfstæðisflokksins"
En sem betur fer varð fyrri fyrirsögnin á vef RÚV.
Á visir.is má lesa eftirfarandi frétt um málið:
"FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar."
Einnig viðbrögð Sigurðar Líndal við fréttinni:
Það er siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög sem maður sjálfur átti þátt í að samþykkja, þó þau hafi ekki formlega tekið gildi," segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við frétt Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir þann 29. desember 2006, aðeins þremur dögum áður en lög um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi.
Sigurður segir að lögin hafi verið sett til þess að tryggja heilbrigða stjórnarhætti og þykir það undarlegt að flokkurinn hafi tekið við fjárframlaginu..."
Já, það er ekki sama Jón og séra Jón!
![]() |
Aðgerðir miða við minni þörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingarmaðurinn Gordon Brown hunsar Íslendinga
7.4.2009 | 14:30
Samfylkingarmaðurinn Gordon Brown lætur sér ekki nægja að ráðast á Íslendinga með hryðjuverkalögunum, heldur hunsar hann okkur Íslendinga. Líka samherja sína í Samfylkingunni - Jóhönnu Sigurðardóttur og Össur Skarphéðinsson.
Hins vegar tók Framsóknarmaðurinn Barack Obama Össuri opnum örmum. Já, ólíkt hafa útlenskir Samfylkingarmenn og útlenskir Framsóknarmenn að!
![]() |
Vilja viðbrögð frá Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |