Auðlindastefna Framsóknar fellur að áherslum John Perkins!
5.4.2009 | 19:09
Það er gott að Framsóknarmaðurinn Obama sé reiðubúinn í samstarf við okkur Íslendinga á sviði jarðhitavinnslu. Þá veit það líka gott hvað Össuri Skarphéðinssyni líður vel með Framsóknarmanninum - vonandi forsmekkurinn að samstarfi Framsóknarflokks og Samfylkingar í ríkisstjórn með VG eftir kosningar.
Jarðhiti er mikilvæg auðlind. Auðlindarmál voru áberandi í Silfri Egils í dag. Það var annars vegar tæpt á þeim hjá hagfræðingnum Michael Hudson sem styður 20% niðurfærsluleið Framsóknar og þau voru aðalþema í máli John Perkins sem lagði mikla áherslu á að við Íslendingar héldum okkar náttúruauðlindum í eigin eigu!
Áhersla John Perkins fellur algerlega að stefnu Framsóknarflokksins í auðlindamálum og skilyrðum sem Framsókn vill setja í aðildarviðræðum við ESB.
Skoðum fyrst markmiðakaflan í samþykkt Framsóknarflokksins í Evrópumálum:
"Markmið:
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."
Þarna er grundvallarkrafan óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar.
Þessar áherslur - sem falla að áherslum Perkins - eru skýrar í ályktunum um auðlindamál, en auðlindakaflinn hljóðar svo:
"Ályktun um náttúruauðlindir Íslands
Markmið
Að nýta náttúruauðlindir þjóðarinnar af varúð og virðingu og tryggja öllum landsmönnum arð af sameiginlegum auðlindum. Ísland verði sjálfbært í orkunýtingu og staða auðlinda í þjóðareigu verði tryggð.
Leiðir
Efla skal þekkingu á náttúruauðlindum og umhverfi þeirra svo hægt verði að taka ákvarðanir um nýtingu og verndun á grundvelli bestu fáanlegra upplýsinga.
Í stjórnarskrá standi: Auðlindir Íslands utan eignalanda eru sameign íslensku þjóðarinnar. Með auðlindum er átt við nytjastofna á Íslandsmiðum, auðlindir á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og náttúruauðlindir í þjóðlendum.
Auðlindasjóður verði stofnaður og til hans renni þær greiðslur sem greiddar eru fyrir afnot af þeim náttúruauðlindum sem eru í sameign þjóðarinnar. Meginhlutverk sjóðsins verði uppbygging, nýsköpun og framfarir í landinu öllu.
Stuðlað verði að sjálfbærri nýtingu allra auðlinda þjóðarinnar.
Landsvirkjun og dótturfyrirtæki hennar verði áfram í eigu ríkisins.
Fyrstu skref
Efla grunnrannsóknir á náttúruauðlindum og náttúru landsins í tengslum við heildarrannsóknir á náttúru landsins. Lagt verði fram frumvarp um stofnun Auðlindasjóðs. Leitast verði við að styrkja enn frekari rannsóknir á djúpborun og rannsóknir efldar til að leita leiða til betri nýtingar jarðvarma. Áfram verði unnið að útgáfu sérleyfa til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á íslensku yfirráðasvæði."
![]() |
Áhugi á samstarfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Stærsta vandamál heimilana eru ekki hófleg allt að 90% lán Íbúðalánasjóðs heldur yfirsprengd allt að 100% lán bankanna, bæði verðtryggð og gengistryggð, sem bankakerfið dældi út á árunum 2004-2006 án lánsfjárhámarka. Lán bankakerfisins voru óháð því hvort um fasteignakaup var að ræða eða ekki - hver sem var gat fengið 80% - 90% fasteignalán í banka til þess að fjármagna neyslukapphlaupið - meðan Íbúðalánasjóður lánaði einungis hóflega til kaupa eða bygginga á húsnæði.
Staða almennings gagnvart Íbúðalánasjóði nú er hins vegar vísbending um vandann - vanda sem á rætur í óhóflegri lántöku í bönkunum, verðsprengingu á fasteignum sem varð þegar bankarnir ruddust inn á íbúðalánamarkaðinn árið 2004 með 100% lán - þegar lánshlutfall Íbúðalánasjóðs var einungis 70% og brunabótamat takmarkaði lán Íbúðalánasjóðs.
Vandinn er ekki einungis óhófleg íbúðalán bankanna - heldur bílalánin, fellihýsalánin og sumarbústaðalánin sem bankarnir dældu út og þá gjarnan í erlendri mynt - lán sem nú eru að ganga af heimilunum dauðum. Þar er ekki við hófleg íbúðalán Íbúðalánasjóðs að sakast.
Hins vegar ættu menn að hafa í huga að í Íbúðalánasjóði eru rúmlega 50 þúsund lántakendur - þannig að ef beitt er hundaalókík Seðlabanka og ríkisstjórnarinnar um að allt sé í lagi af því að það er ekki "nema" 40% heimila sem séu yfirveðsett og því tæknilega gjaldþrota - þá er umsókn 1000 lántakenda Íbúðalánasjóðs um greiðsluaðlögun og frystingu lána afar góð staða miðað við efnahagsástandið og fjöldaatvinnuleysið sem við lifum við.
Þá ber að hafa í huga að hjá flestum lántakendum Íbúðalánasjóðs sem óska eftir frystingu - þá er það ekki Íbúðalánasjóðslánið sem er vandamálið - heldur stóraukin greiðslubyrði af bílalánum, fellihýsalánum og sumarbústaðalánum frá bönkunum.
Reyndar er það að einungis 1000 manns hafi sótt um greiðsluaðlögun sönnun þess að lán Íbúðalánasjóðs eru ekki vandamálið - ekki heldur stefna Framsóknarflokksins um 90% hófleg lán Íbúðalánasjóðs sem áttu að taka gildi vorið 2007 - ef efnahagsástandið leyfði það! Sú skynsamlega áætlun fauk út um gluggan í græðgisvæðingu bankakerfisins 2004 - þar sem ekki var hugsað um efnahagsástandið eins og Framsókn lagði megináherslu á í sínum tillögum.
Staðan í dag er þannig að tillögur Framsóknar um 20% leiðréttingu lána og 17 aðrar efnahagstillögur flokksins er eina raunhæfa leiðin út úr vandanum. Það veit Tryggvi Þór - enda styður hann Framsóknarflokkinn í þessum tillöguflutningi - þótt hann sé í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn!
![]() |
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)