Athyglisverð tillaga Talsmanns neytenda um neyðarlög um íbúðalán

Talsmaður neytenda leggur fram mjög athyglisverða tillögu um neyðarlög á íbúðarlán. Ekki er síður áhugaverð tillaga um "gerðardóm" um niðurfærslu skulda.

Ríkisstjórnin ætti að geta nýtt sér þetta framlag Talsmanns neytenda í aðgerðum næstu vikna - því þar sem tillagan kemur fram nú strax í kjölfar kosninga - þá hefur engin talað hana út af borðinu í kosningahitanum fyrir kosningar.

Gæti leyst erfið mál!


mbl.is Vill neyðarlög um íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð hafði rétt fyrir sér - því miður!

„núverandi staða Íslands er verri en nokkur kreppa sem einstök þjóð hefur þolað síðan í kreppunni miklu"

Þetta er niðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Oliver Wyman sem ríkisstjórnin gerði allt til þess að fela fyrir kosningar.

Sigmundur Davíð hafði því rétt fyrir sér - því miður.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. reyndu að fegra stöðuna og véfengdu Sigmund. Þau ættu að biðja hann afsökunar.

Þau munu ekki gera það.


mbl.is Um 40 prósent lána slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband