... enda Samfylkingin búin að týna áttavitanum!
27.4.2009 | 20:04
Ég er ekkert viss um að það sé langt í land, segir Jóhanna Sigurðardóttir. Greinilegt að hún hefur ekki hugmynd um hvar hún er og hvert hún ætlar. Enda búin að týna áttavitanum. Virðist ekki lengur vita har Evrópa er.
Enda gömul sannindi og ný að á sjó eru allar stefnur rangar ef þú veist ekki hvar þú ert.
Það sjá allir sem vilja sjá að svokallaðar efnahagstillögur Samfylkingar eru ekki að ganga upp. Líka Steingrímur J. Skil því af hverju hann vill reyna að losna úr skipsrúminu. Langar í traustara fley - þar sem stefnan er raunhæf - og menn vita hvar þeir eru!
En spái því að Jóhanna langi svo til Evrópu - þótt hún viti ekki hvar hún er - að hún gefi 1. stýrimanni - Steingrími J. eftir stjórnvölinn. Svo fremi sem hann lofi að sigla til Evrópu. Sem hann mun gera fyrir kaskteiti skipstjórans!
![]() |
Ekki víst að langt sé í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórn á grunni efnahagstillagna Framsóknar?
27.4.2009 | 08:49
Ef Samfylkingin nær ekki að snúa VG í aðildarviðræður að Evrópusambandinu þá er ekkert fyrir Samfylkinguna annað en að leita eftir Evrópustjórn með Framsóknarflokki og Borgarahreyfingu. Því miður vantaði Framsókn 32 atkvæði til að ná 10 manni inn á þing - sem hefði gefið slíkri ríkisstjórn þann styrk sem nauðsynlegur er til að ganga til aðildarviðræðna.
En ef ekki er unnt að mynda ríkisstjórn sem hefur strax aðildarviðræður að Evróðusambandinu - þá er nauðsynlegt að mynda ríkisstjórn á grunni efnahagstillagna Framsóknarflokksins - enda deginum ljósara að þær tillögur eru þær einu raunhæfu til að koma okkur út úr krísunni.
Samfylkingin ein flokka hefur hafnað þeirri raunhæfu leið - en setur þess í stað fram óskilgreinda "velferðarbrú" sem allteins getur orðið bryggjusporður sem endar út í efnahagslegu hyldýpi.
Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur hafa ekki hafnað raunhæfum efnahagstillögum Framsóknar.
Því gæti ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar orðið besti kosturinn fyrir þjóðina - ef ekki næst að landa aðildarviðræðum að ESB. Slík ríkisstjórn er að minnsta kosti miklu betri kostur en ríkisstjórn Samfylkingar og VG - verði aðildarumsókn ekki á dagskrár slíkrar vinstristjórnar - því slík stjórn gæti tekið á efnahagsmálunum af viti.
![]() |
Óbrúuð gjá í ESB-máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)