Sjálfstæðisflokkurinn óttast fólkið í landinu
14.4.2009 | 23:25
Ótti Sjálfstæðismanna við vilja fólksins í landinu er brjóstumkennanlegur. Að venju stendur flokkurinn í vegi fyrir því að gerðar verði breytingar á stjórnarskrá sem miða að auknu vægi almennings. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja að flokkurinn geti tryggt hagsmuni sína - haft vit fyrir þjóðinni.
Það sama má reyndar segja um stóran hluta Samfylkingar og embættismannakerfið. Á þeim bæjum falla nú krókódílatár yfir því að ákvæði um að þjóðin setji sér stjórnskipan framtíðarinnar sjálf - án atbeina stjórnmálamanna og embættismannakerfisins - sé úr sögunni.
Þarna nær Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og embættismannakerfið saman um að treysta fólkinu ekki fyrir að velja sjálft framtíð sína á lýðræðislegan hátt - nei embættismannakerfið, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn vilja geta "lagað" það sem fólkinu í landinu leggur til að verði framtíðarstjórnskipan gegnum vinnu stjórnlagaþings fólkins.´
Það verður spennandi að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn mun einnig koma í veg fyrir ákvæði um að í stjórnarskrá verði tryggt að auðlindir Íslands verði í eigu og á forræði þjóðarinna - á sama hátt og Samfylkingin kom í veg fyrir þá tillögur Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar!
![]() |
Stjórnarskráin áfram á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |