Brauðmolum kastað til lýðsins!
12.4.2009 | 22:33
Umfjöllun um fjármál stjórnmálaflokkanna og greining á því hverjir styrktu þá á árinu 2006 var tímabær og gott að stjórmálaflokkarnir upplýstu hverjir hafa styrkt þá. Óhóflegir styrkir til Sjálfstæðisflokks vekja vissulega athygli þótt þær upplýsingar ættu ekki að koma neinum á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hvað fáir og tiltölulega lágir styrkir voru til Samfylkingar, Framsóknar og VG á árinu 2006.
Þetta er komið upp á borðið og tími kominn til að taka stöðuna í dag og horfa til framtíðar.
Það er gott að byrja leiðangur til framtíðar með því að lesa páskadagsyfirlýsingu Hagsmunasamtaka Heimilanna:
Brauðmolum kastað til lýðsins
- Samkomulagi án aðkomu lántakenda er stríðsyfirlýsing
- Krafa um sanngjarna skiptingu byrða
- Vörn fyrir öll sparnaðarform, ekki bara sum
- Mesta eignaupptaka sögunnar í sjónmáli
- Lýst eftir betri lánakjörum ekki lengingu á því sama
- Bankakerfið fellur, ef gjaldþrotaleiðin verður farin
Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að sniðganga með öllu sanngjarnar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra fasteignalána. Að sama skapi mótmæla samtökin þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem liggja til grundvallar samkomulagi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja.
Sjá nánar: Það glittir bara í löngutöng
![]() |
Fengu meiri styrki árið 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)