Verð ekki í framboði eins og ég stefndi að
7.3.2009 | 17:40
![]() |
Sigmundur í Reykjavík norður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samsvarandi öllum útlánum Íbúðalánasjóðs
7.3.2009 | 08:26
Stærstu eigendur Kaupþings létu bankann lána sjálfum sér 500 milljarða. Þegar fjárhæðirnar eru orðnar þetta háar þá missum við oft tilfinninguna fyrir þeim. En til þess að setja þessi ofurlán í samhengi þá er þessi fjárhæð svipuð og öll útlán Íbúðalánasjóðs til íbúðarhúsnæðis.
Þetta er náttúrlega ekki í lagi.
Stenst þetta lög og reglur?
Talandi umlög og reglur - þá er það óþolandi að síðasta ríkisstjórn hafi ekki sett strax sérstakan saksóknara í bankahrunsmálið. Þá hefði verið unnt að frysta eignir auðmanna sem hefðu legið undir grun um að hafa brotið lög strax í nóvember - desember.
Nú eru líkur á að fennt sé í slóðina - en við vonum að hinn yfirvegaði saksóknari sem loks var settur til að skoða bankahrunið og möguleg lögbrot því tengdu - nái að rekja þessa slóð og afla gagan til að sækja þá sem brotið hafa lög til saka.
Undirstrika að með þessu er ég ekki að segja að þeir sem fjallað er um í þessari frétt Moggans hafi brotið lög - ég veit bara ekkert um það - það er saksóknarans að finna út úr því.
En að lána sjálfum sér 500 milljarða ... það er dálítið bratt!
![]() |
500 milljarðar til eigenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)