Hræðsla stjórnmálamanna við stjórnlagaþing aumkunarverð
6.3.2009 | 17:31
Hræðsla ýmissa stjórnmálamanna við stjórnlagaþing þjóðarinnar er aumkunarverð. Þessir stjórnmálamenn leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það verði þjóðin sem kjósi stjórnlagaþing beint og að það verði þjóðin sem samþykki nýja stjórnarskrá.
Þeir hafa reynt að fá stjórnlagaþinginu breytt í ráðgefandi þing svo þeir geti snyrt til tillögur að nýrri stjórnarskrá í takt við eigin vilja og hagsmuni.
Þeir hafa reynt að tefja málið og sagt að það sé ekki tímabært.
Þeir reyna nú að slá stjórnlagaþing þjóðarinnar af með því að hræða kjósendur með því að reikna kostnað við stjórnlagaþingið upp í rjáfur.
En frumvarp og tillaga Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing þjóðarinnar án aðkomu alþingismanna og ráðherra stendur.
Það er rétta leiðin.
![]() |
Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýtt húsnæðisbótakerfi frá grunni!
6.3.2009 | 10:16
Bull og vitleysa er það nú að fara að tjasla upp á vaxtabótakerfið og húsaleigubótakerfið.
Í stöðunni eins og hún er nú á að sjálfsögðu að stokka núverandi húnsæðisbótakerfi upp og skapa nýtt, markvissara og betra húsnæðisbótakerfi sem byggir á jafnræði milli búsetuforma og taki mið af heildarstöðu fólks ekki skuldum og vaxtabyrði eingöngu.
Ég hef margoft bent á endurskipuleggja þurfi húsnæðisbótakerfið þannig að um verði að ræða eitt húsnæðisbótakerfi sem gerir ekki greinarmun á búsetuformum, það er húsnæðisbæturnar séu þær sömu hvort sem um er að ræða fjölskyldur sem búa í eigin húsnæði, í leiguhúsnæði eða búseturéttarhúsnæði.
Reyndar tekur flokksþing Framsóknarflokksins undir með mér eins og sjá má í ályktun flokksþings um húsnæðismál sem hljóðar svo:Markmið
Allir landsmenn skulu búa við öryggi í húsnæðismálum í samræmi við hóflegar þarfir hvers og eins og hafa raunverulegt val um búsetuform.
Leiðir
Íbúðalánasjóður gegni áfram hlutverki sínu sem kjölfestan í íbúðalánakerfi landsmanna.
Íbúðalánasjóði verði heimilt að stofna dótturfélög til að ná markmiðum sínum og koma til móts við alþjóðlegar skuldbindingar.
Íbúðalánasjóði verði gefið svigrúm til samvinnu við aðrar fjármálastofnanir um þróun íbúðalánamarkaðarins.
Komið verði á fót nýju húsnæðisbótakerfi í stað núverandi kerfis vaxtabóta og húsaleigubóta.
Sett verði á fót ný fjármögnunarleið fyrir ungt fólk sem byggi á frjálsum sparnaði og opinberu framlagi sem geti jafnt nýst til innborgunar við kaup á íbúð eða til kaupa á búseturétti.
Staða samvinnufélaga á sviði húsnæðismála verði styrkt.
Áhersla verði lögð á fjölgun lífshlaupsíbúða þar sem hönnun tekur mið af mismunandi þörfum fólks á mismunandi aldurstigi og meðal annars tryggt að unnt sé að athafna sig í hjólastól. Markmiðinu verði náð með efnahagslegum hvata.
Fyrstu skref
Gerðar verði breytingar á reglugerð um greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs þar sem heimilað verði að ákveðið fast hlutfall heildartekna fjölskyldna og einstaklinga sem eru í greiðsluerfiðleikum renni til greiðslu íbúðalána, þó þannig að jafnræðis sé gætt. Þetta úrræði nái jafnframt til annarra lánastofnana.
Undirbúið verði frumvarp um breytingar á lögum um húsnæðismál sem tryggi stöðu Íbúðalánasjóðs til frambúðar og heimild verði veitt til stofnunar dótturfélaga sjóðsins í hlutafélagaformi og samstarfs við aðrar fjármálastofnanir.
Lagt verði fram frumvarp til laga um frjálsan sparnað ungs fólks og mótframlags ríkisins vegna kaupa á húsnæði, búseturétti eða framlags í byggingarsamvinnufélag.
Settur verði á fót hópur sem fer yfir gildandi lög um húsnæðissamvinnufélög og gildandi lög um byggingarsamvinnufélög og vinni frumvarp að breytingum á núverandi lögum ef ástæða er talin til.
![]() |
Hækki skatta og tvöfaldi vaxtabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jákvætt skref Íslandsbanka gott fyrir heimilin - en bankinn hagnast!
6.3.2009 | 08:36
Íslandsbanki hefur tekið afar jákvætt skref sem er gott fyrir heimilin í landinu með því gefa kost á að afborganir af myntlánum miðist við gengisvísitölu í upphafi árs 2008 og mismunurinn leggist aftan við lánið sem lengist því um einhvern tíma.
Þannig lækkar greiðslubyrði heimilanna á meðan þau berjast í gegnum þá efnahagslægð sem nú ríkir.
Á móti má segja að afborganir af myntlánum ríkisbankanna séu allt of háar þar sem afborganir undanfarinna mánaða hafa miðað við óeðlilega lágt gengi íslenski krónunnar á sama tíma og ekki er verið að greiða lánadrottnum bankanna lánin til baka þar sem gömlu bankarnir eru í greiðslustöðvun og fjármögnunarlánin - skuldir bankanna vegna íbúðalánanna - ennþá hjá þeim.
Ríkisbankarnir eru því að líkindum að hagnast verulega á afborgunum af myntlánum undanfarinna mánaða því litlar sem engar líkur eru á að ríkisbankarnir endurgreiði þeim sem fjármögnuðu myntlánin á sama lága gengi íslensku krónunnar og viðskiptavinir hafa verið að greiða.
Þannig mætti færa rök fyrir því að ríkisbankarnir ættu að skila heimilunum til baka mismuninum á þeim háu afborgunum sem þau hafa greitt þar sem krónan er skráð lág og gengisvítitalan er há - og þeim afborgunum sem bankarnir munu væntanlega greiða lánadrottnum sínum á sterkara gengi krónunnar og lægri gengisvísitölu.
Að óbreyttu munu bankarnir því hagnast verulega á lágu gengi krónunnar undanfarið - og Íslandsbanki tryggir sér klárlega hagnað á því að lengja í lánunum í stað þess að ganga að fjölskyldunum af fullri hörku.
Úrræði Íslandsbanka er reyndar ekki alveg óþekkt á Íslandi hvað gjaldeyrislán varðar. Ég veit ekki betur en SPRON hafi fært hluta afborgana af gjaldeyrislánum einstaklinga aftur fyrir lánstímann til að halda eðlilegri greiðslubyrði þegar krónan féll illilega árið 2001.
Þá hefur frysting og lenging lána lengi tíðkast hjá Íbúðalánasjóði.
![]() |
Ný lausn erlendra lána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |