Framsókn nauðsynleg í ríkisstjórn - segir eðalkratinn Kolbrún!
29.3.2009 | 22:15
Það eru flestir sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera áfram á stjórnarandstöðubekknum eftir kosningar, en flest skynsamt fólk eins og til dæmis Kolbrún Bergþórsdóttir krati og bókmenntagagnrýnandi, eru sammála um að Framsóknarflokkurinn sé nauðsynlegur í vinstri stjórn eigi hún að virka.
Í Morgunblaðinu í dag segir Kolbrún meðal annars:
"Vinstri græn eru kokhraust þessa dagana og það má sjá á þeim að þar á bæ geta menn ekki beðið eftir að fá umboð hjá þjóðinni til að koma hugmyndum sínum un skattahækkanir í framkvæmd. Samfylkingin mun dansa með. Eina vonin er sú að niðurstöður kosninga verði þannig að þessir tveir flokkar fái ekki tilskilinn meirihluta og neyðist til að taka Framsókn með sér í ríkisstjórn.
Oft er sagt að þriggja flokka ríkisstjórn sé ekki af hinu góða en þess konar stjórn er miklu betri kostur en afturhalds-samsull Samfylkingar og Vinstri grænna´. Í þriggja flokka stjórn mun það verða hlutskipti Framsóknar að halda ríkisstjórninni í jarðsambandi og koma í veg fyrir að hún haldist í afturhaldsförunum.
Kolbrún Bergþórsdóttir, eðalkrati, hittir þarna naglan á höfuðið!
![]() |
Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eitt ráðuneyti efnahagsmála og fjármálamarkaða
29.3.2009 | 11:25
Eitt ráðuneyti efnahagsmála og fjármálamarkaða er ekki galin hugmynd enda ljóst að það þarf að gera mun róttækari breytingar á stjórnarráðinu en gert var í upphafi þessa kjörtímabils.
En það er nauðsynlegt að Framsóknarflokkurinn fari fyrir slíku ráðuneyti í næstu ríkisstjórn ef við ætlum að ná okkur upp úr efnahagslægðinni með lágmarksskaða fyrir fjölskyldurnar og heimilin.
Það eru reyndar fleiri og fleiri að átta sig á því að það er nauðsynlegt þjóðarinnar vegna að Framsóknarflokkurinn verði með í verðandi vinstri stjórn.
Nú síðast eðalkratinn, blaðamaðurinn og bókmentarýnirinn Kolbrún Bergþórsdóttir - sem fram að þessu hefur frekar haft horn í síðu Framsóknar.
![]() |
Eitt ráðuneyti efnahagsmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)