Davíð klikkar aldrei í fjölmiðlaförsum

Davíð Oddsson klikkar aldrei þegar fjölmiðlafarsar eru annars vegar. Það hefði komið mér á óvart - eftir að hafa fylgst með Davíð í tæp 25 ár - að hann hefði tekið pokan sinn.

Ég er ekki viss um að Jóhanna hafi undirbúið aðförina að Davíð nægilega vel. Pólitískur refur eins og Davíð kann öll trikkinn í bókinni - og ég veit það mikið um refaveiðar að þær þarf að undirbúa vel og hugsa fyrir öllum útgönguleiðum úr greninu! Ég óttast að það verði Davíð sem standi með pálmann í höndunum en að Jóhanna skaðist - þar sem málið var ekki nægilega lögfræðilega og pólitískt undirbúið.

Ég er reyndar hugsi yfir einni setningu í bréfi Davíðs:

... ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og helsti tengiliður við prógramm Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hefur verið þvingaður út úr ráðuneytinu með áður fordæmalausum hætti

Nú er ljóst að sá Seðlabankastjóri sem var helsti tengiliður bankans við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, maður sem ekki má vamm sitt vita, hefur nú ákveðið að taka pokan sinn eftir að Jóhanna bað hann um það.

Gæti verið að Jóhanna hafi hlaupið á sig með ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins?

Hefði kannske verið nóg að senda ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins og vin Davíðs í frí til að byrja með - en nýta starfskrafta ráðuneytisstjórans í forsætisráðuneytinu áfram?

Ætti Jóhanna kannske að ráða Ingimund Seðlabankastjóra í vinnu í forsætisráðuneytinu til að vinna að samskiptum við Alþjóða gjaldeyrissjóðnum ásamt nýja ráðuneytisstjóranum og fleirum?

Allavega megum við ekki klúðra samskiptunum við AGS - sérstaklega ekki eftir glannalegar yfirlýsinga fjármálaráðherrans í garð AGS!

 


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt skref að stjórnlagaþingi

Forsætisráðherra tekur mikilvægt skref í undirbúningi nauðsynlegra breytinga á stjórnarskrá sem þarf að vinna fyrir komandi kosningar og í því að undirbúa stjórnlagaþing sem móti stjórnskipan til framtíðar með því að skipa öflugan ráðgjafahóp.

Hópurinn er lítill, en öflugur og ætti því að geta unnið hratt.

Það er fengur að fá Björgu Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti til að leiða hópinn og það er gott að fá Gísla Tryggvason talsmann neytenda í hópinn, en stjórnarskráin er náttúrlega eitt mesta neytendamál almennings!

Þrenningin er svo fullkomnum með Bryndísi Hlöðversdóttur.

Ég hef um nokkurt skeið verið talsmaður þess að þjóðkjörið stjórnlagaþing vinni nýja stjórnarskrá, sjá td:

Stjórnlagaþing hornsteinn uppbyggingar Nýja Íslands


mbl.is Undirbúa stjórnlagafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvístíft aftan hægra, hálft af aftan, fjöður framan vinstra!

Tvístíft aftan hægra, hálft af aftan fjöður framan vinstra!

Þannig er nú eyrnamarkið mitt - sem reyndar hefur ekki verið notað um langt árabil - því ekki hef ég átt fé á fæti frá því á áttunda áratugnum. Þá átti ég reyndar kind sem ég fékk í sveitinni minni Hallkelsstaðahlíð fyrir vinnuna mína sem kúasmali og önnur viðvik.

Sumarhýran voru dilkar sem lagðir voru inn í Kaupfélag Borgfirðinga - lömbin undan kindinni minni henni Sollu. Þær krónur sem ég safnaði mér í kaupfélaginu brunnu upp í óðaverðbólgunni minnir mig - enda verðtrygging ekki komin til sögunnar.

Ástæðan fyrir því ég rifja þetta upp er sú að ég var að rekast á námsritgerð sem ég skrifaði í þjóðháttafræðikúrs þegar ég var í sagnfræði- og þjóðfræðináminu:

Hallur Magnússon. 1984. Um sauðfjármerkingar á Íslandi. Óprentuð námsritgerð í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.

Reyndar var ritgerðin prentuð í Handbók bænda minnir mig - þannig hún er til á prenti! Hef alltaf séð eftir að hafa ekki látið prenta sérprent úr handbókinni. Geri það kannske einhvern daginn!

Ástæða þess að ég fékk áhuga á sauðfjármerkingum var sú að föðurbróðir minn - Einar Hallsson heitinn í Hallkelsstaðahlíð var einn allra fjárglöggasti maður Íslands - og safnaði markaskrám - mörkum afar gömlum og merkum. Hann vissi um öll nöfn allra á öllum bæjum alls staðar - fannst mér allavega - og þuldi þau upp eins og að drekka vatn. Vissi líka hverjir höfðu fengið mörk í arf frá hverjum.

Mitt mark - Tvístíft aftan hægra, hálft af aftan, fjöður framan vinstra - var í eigu langafa míns - Magnúsar Magnússonar.

Pabbi heitinn - Magnús Hallsson húsasmíðameistari - átti tvístíft aftan hægra, hálft af aftan, biti framan vinstra. 

Ekki veit ég hversu lengi pabbi átti fé  - en hann hélt að heiman 16 ára að nema smíðar - og bjó ekki aftur í Hallkelsstaðahlíð - heldur í Borgarnesi á námsárunum og síðar Reykjavík þar sem hann stofnaði fjölskyldu og bjó til dauðadags.

Meira um sveitina mína Hallkelsstaðahlíð - þar sem kornung frænka mín og fyrrum varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vesturlandi Sigrún Ólafsdóttir ræður ríkjum með manni sínum - og föðurfólkinu mínu - er að finna hér.


Bloggfærslur 8. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband