Mig langar í smá hlut í Mogganum

Mig langar svolítið að eignast smá hlut í Mogganum enda byrjaði ég blaðamannaferil minn þar árið 1984 þegar ég gerðist annar tveggja umsjónarmanna unglingasíðu Moggans. Á ennþá ljósbláa fréttaritaraskírteinið þar sem segir:

Hallur Magnússon er fréttaritari Morgunblaðsins í Reykjavík og ráðinn til þess að skrifa greinar um ungt fólk.

Undirskrift Styrmis Gunnarssonar á skírteinið er glæsileg!


mbl.is Leggur fram tilboð í Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikurinn Ólafur Friðrik Magnússon

Skrípaleikurinn Ólafur Friðrik Magnússon í borgarstjórn Reykjavíkur heldur áfram.


mbl.is Ræða þurrkuð út?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuveitan bjargvættur í efnahagslægðinni

Orkuveita Reykjavíkur sem nú er undir dyggri stjórn Framsóknarmannsins Guðlaugs Gylfa Sverrissonar og félaga hans í samhentri stjórn fyrirtækisins er bjargvættur í efnahagslægðinni.

Ég er ekki viss um almenningur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að Þróunarbanki Evrópu hafi ákveðið að afgreiða 6,5 milljarða lán til arðbærra, grænna virkjunarframkvæmda á Hellisheiði.

Þessi lánveiting er ekki einungis mikilvæg fyrir atvinnulífið og í baráttunni gegn atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu, heldur getur þetta orðið til þess að erlend fjármálafyrirtæki fari aftur að veita lánsfé til verkefna á Íslandi.

Það er athyglisvert að lánakjör þessa láns Þróunarbanka Evrópu er með lægstu mögulegu vöxtum vegna þess að um er að ræða orkuframkvæmdir sem miða að nýtingu grænnar orku samkvæmt skilgreiningu Þróunarbankans.

Guðlaugur Gylfi getur nú með góðri samvisku rifjað upp slagorð Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni 1995 þegar  fjöldaatvinnuleysi ríkti í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks - Vinna er velferð!

Það var einmitt Framsóknarflokkurinn sem sneri þeirri óheillaþróun við þegar flokkurinn komst í ríkisstjórn í kjölfar kosninganna 1995 - og sköpuðu 12 þúsund störf eins og flokkurinn lofaði. Það eru einmitt rúmlega 12 þúsund manns atvinnulausir um þessar mundir - og því brýnt að Framsókn taki aftur við stjórnartaumunum!


mbl.is Lánalína OR opnuð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing hornsteinn uppbyggingar Nýja Íslands

Stjórnlagaþing kosið beint af þjóðinni er einn af hornsteinum Nýja Íslands og því eðlilegt að Björg Thorarensen prófessor í lögum hafi frekar hug á að undirbúa stjórnarskrárbreytingar og skipulag stjórnlagaþings en að verða dómsmálaráðherra í skammlífri ríkisstjórn.

Mér líst afar vel að fá Björgu að því verki, enda öflugur fræðimaður. Ég tel reyndar mikilvægt að það verði skipuð þriggja til fimm manna nefnd öflugra lögfræðinga og leikmanna til að vinna að undirbúningi stjórnlagaþingsins. Þar ætti Gísli Tryggvason lögfræðingur og Talsmaður neytenda að vera að mínu mati, en Gísli hefur um nokkurt skeið verið öflugur talsmaður  þess að sett verði á fót stjórnlagaþing og hefur hann skoðað ítarlega æskilega uppbyggingu og framkvæmd stjórnlagaþingsins. Enda má segja að stjórnlagaþing þjóðarinnar sé eitt stærsta neytendamál almennings.

Ég hef sjálfur barist fyrir stjórnlagaþingi sem kosið yrði beint af þjóðinni og var því afar ánægður þegar flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti ályktun um stofnun slíks þings og að þingflokkur Framsóknarflokksins skyldi setja stjórnlagaþing sem eitt skilyrði þess að flokkurinn verji minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli.

Framsóknarflokkurinn hefur kynnt fullunnið frumvarp að lögum um stjórnlagaþing og ríkisstjórnin hefur undirbúning stjórnlagaþings á stefnuskrá sinni. Það er vel!

Sjá einnig pistil minn: Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar


mbl.is Björg kaus að vinna að nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband