Sólarglæta í kynjahalla ríkisstjórnarinnar

Hulda Dóra Styrmisdóttir sem stjórnarformaður Kaupþings er sólarglæta í þeim kynjahalla ríkisstjórnarinnar sem ég gagnrýndi í síðasta bloggi: Enn brýtur ríkisstjórnin gegn jafnrétti kynjanna

Hulda Dóra er úrvalsmanneskja í starfið, en ég hef að undanförnu unnið með henni sem varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkur.

En mín skoðun er sú að það hefði verið betra að hafa jafnari kynjahlutfall í Seðlabanka og samninganefndum í stað þess að hafa allar úrvalskonurnar á einum stað!


mbl.is Aðeins konur í stjórn Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn brýtur ríkisstjórnin gegn jafnrétti kynjanna

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG virðist afar einbeitt í að brjóta gegn meintri stefnu sinni um jafnrétti kynjanna. Skemmst er að minnast áberandi kynjahalla við skipan í viðræðunefndir ríkisstjórnarinnar vegna samninga um fjármálaskuldbindingar Íslendinga erlendis.

Nú æpir skortur á konum í forystu Seðlabankans á þjóðina.

Held það þurfi jafnréttisins vegna að fá Framsókn aftur í ríkisstjórn - en eins og þjóðin eflaust man - þá var Framsóknarflokkurinn í forystu þegar kom að jafnrétti kynjanna - en flokkurinnv ar fyrstur flokka með jafn margar konur og karla sem ráðherra í ríkisstjórn.

Þá var jöfn kynjaskipting í síðustu kosningum þar sem konur leiddu 3 kjördæmi og karlar 3.

Minni á fyrra blogg mitt: Kynjakvóta í stjórnendateymi Seðlabankans?


mbl.is Nýr seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband