Skynsamleg viðbót við Seðlabankafrumvarpið

Tveggja daga bið skilaði skynsamlegri viðbót við Seðlabankafrumvarpið. Skynsamlegri viðbót sem kom í kjölfar lesturs skýrslu ESB.

Það þurfti ekki að fara af saumunum út af þessari frestun - en því er ekki að neita að umhverfið um Seðlabankann breyttist í millitíðinni þegar Seðlabankastjóri í Kastljósi undirstrikaði enn klúður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í síðustu ríkisstjórn.

Reyndar var ýmislegt fleira athuglisvert sem kom fram...

... en frumvarpið verður eflaust afgreitt sem lög á morgun.


mbl.is Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall fyrir ríkisstjórnina - en ég er til að taka að mér þetta fórnfúsa starf fyrir þjóðina!

Það hlýtur að vera áfall fyrir ríkisstjórnina að Gunnar Örn Kristjánsson hafi ekki treyst sér til að sitja nema í örfáar klukkustundir í bankaráði Kaupþings.

Hefði ekki átt að undirbúa málið betur og ganga frá því fyrirfram að starf hans í bankaráðinu sé ekki "viðameira og fela í sér meiri bindingu en hann hefur aðstöðu til að inna af hendi."

Ef ríkisstjórnin er í vandræðum þá hefur aðeins hægst um hjá mér í ráðgjöfinni undanfarna daga þannig að ég hef svigrúm til að taka að mér stjórnarsetu í Kaupþingi.  Mér væri það sönn ánægja að taka að mér það fórnfúsa starf fyrir þjóðina!


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþykkir minnihlutastjórnin hryðjuverkalög á Ísland?

Má skilja niðurstöðu minnihlutastjórnar Íslands þannig að ríkisstjórnin samþykki hryðjuverkalögin á Ísland? Höfðu breskt stjórnvöld ástæðu til þess að setja hryðjuverkalög á Ísland?

Ef svo er krefst ég að fá þær upplýsingar upp á borðið.

Ef ekki - þá mæli ég með að Framsóknarflokkurinn hætti að verja ríkisstjórnina falli!


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband