Víst hefði aukin bindiskylda dregið úr þenslu og íbúðalánum bankanna
24.2.2009 | 21:57
Víst hefði aukin bindiskylda og harðari lausafjárreglur orðið til þess að draga úr hömlulausum fasteignatryggðum útlánum bankanna haustið 2004. Með slíkum aðgerðum hefði Seðlabankinn dregið úr þenslu og stórhækkunar íbúðaverðs.
Við værum í annarri stöðu með íbúðalánin og eignastöðu heimilanna ef Seðlabankinn hefði staðið sig í stykkinu 2003 og 2004.
Þá væri óþarfi að færa niður íbúðalánaskuldir bankanna um 20%.
![]() |
Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Neyðarmóttaka vegna nauðgana lamast Ögmundur!
24.2.2009 | 15:03
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra!
Þú getur ekki liðið slíka aðför að Neyðarmóttöku vegna nauðgana sem nú er í gangi!
Svo virðist vera að öllum sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum sem hafa sinnt Neyðarmóttöku vegna nauðgana, á Landsspítalanum, verði sagt upp störfum frá og með næstu mánaðarmótum. Það þýðir í raun endalok Neyðarmóttöku vegna nauðgana í þeirri mynd sem hún hefur verið.
Neyðarmóttakan var upphaflega hugsuð þannig að sérþjálfað teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa tæki á móti fórnarlömbum nauðgana. Félagsráðgjöfunum var hins vegar sagt upp fyrir nokkrum árum og þá áttu hjúkrunarfræðingar að taka við starfi þeirra. Nú er búið að segja hjúkrunarfæðingunum upp!
Hvaða skilaboð eru þetta til fórnarlamba nauðgana?
Á þeim 15 árum sem móttakan hefur starfað hafa tæplega 1.700 konur og nokkrir karlar leitað til móttökunnar. Þar hefur verið unnið frábært starf með fórnarlömbum nauðgunar, ekki hvað síst það andlega áfall sem nauðgun veldur. Með uppsögnunum er tapast mikil reynsla sérhæfðra hjúkrunarfræðinga.
Hver á þá að aðstoða fórnarlömb nauðgana?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Rangfærslur á forsíðu Morgunblaðsins um lán Íbúðalánasjóðs
24.2.2009 | 08:54
Það var sláandi að sjá rangfærslur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Rangfærslur sem ég sé ekki hvort eru Morgunblaðsins eða ASÍ.
Á forsíðunni er tafla þar sem sett eru upp dæmi um 25 milljón króna 100% lán frá Íbúðalánasjóði.
Vandamálið er bara að hámarsklán Íbúðalánasjóðs er 20 milljónir og sjóðurinn hefur aldrei lánað 100% lán.
Við fyrstu sýn virðist þetta smámál - en ef það er sett í samhengi við alvarlegar ranghugmyndir sem margir hafa um meintan þátt Íbúðalánasjóðs í þenslu áranna 2004-2006 - þá horfir málið öðruvísi við.
Á þeim tíma voru það bankarnir sem lánuðu óhófleg lán - allt að 100% af markaðsvirði eigna og án hámarkslánsfjárhæðar. Óhóflegur austur lánsfjár frá bönkunum inn á íbúðalánamarkaðinn á ekki hvað sístan þátt í bankahruninu og núverandi ástandi efnahagslífsins.
Íbúðalánasjóður var hins vegar með hófleg hámarkslán og eftir að bankarnir höfðu boðið óheft allt að 100% íbúðalán af markaðsvirði - hóf Íbúðalánasjóður að bjóða hófleg lán allt að 90% af verði íbúðar - sem reyndar náðist sjaldnast þar sem lánið takmarkaðist af brunabótamati og lágri hámarksfjárhæð.
Reyndar áttu 90% lán til kaupa á hóflegu húsnæði ekki að hefjast fyrr en vorið 2007 - ef efnahagsástandið leyfði - en þar sem bankarnir höfðu þegar sprengt allt efnahagslíf í loft upp með allt að 100% láni án hámarksfjárhæðar - skipti 90% lán Íbúðalánasjóðs engu til eða frá efnahagslega.
![]() |
Með húseignir í mínus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)