Evrópusambandsaðildarviðræðulangavitleysan
18.2.2009 | 14:36
Ætli Evrópumálin verði til þess að ríkisstjórn Samfylkingar og VG standi einungis í 80 daga? Eða mun Samfylkingin fórna Evrópustefnu sinni fyrir VG? Eða mun VG fórnar Ekki-Evrópustefnu sinni fyrir Samfylkinguna? Verða Samfylking og Framsókn einu flokkarnir sem vilja aðildarviðræður við Evrópusambandið? Eða mun Sjálfstæðisflokkurinn breyta um stefnu í Evrópumálunum? Mun Sjálfstæðisflokkurinn kannske klofna út af Evrópumálunum og Evrópusinnarnir fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Framsókn?
Allavega tel ég að við eigum að fara í aðildarviðræður að Evrópusambandinu og taka ákvörðun um inngöngu í kjölfar niðurstaðna þeirra viðræðna.
Samningsmarkmið Framsóknarflokksins er besti grunnurinn að slíkum viðræðum og Framsóknarflokkurinn best til þess fallinn að leiða slíkar viðræður sem verða að vera eitt af fyrstu viðfangsefnum nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar.
![]() |
Evrópustefna VG skýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Viðhaldsframkvæmdir mikilvægar í endurreisn efnahagslífsins
18.2.2009 | 09:25
Það er mikilvægt að nýta niðursveifluna í efnahagslífinu til þess að fara í mikilvægar viðhaldsframkvæmdir, framkvæmdir sem geta ráðið úrslitum um framtíð fyrirtækja og einstaklinga í byggingariðnaði.
Ríkisstjórnin hefur tekið mikilvæg skref með því að endurgreiða virðisaukaskatt af viðhaldsverkum að fullu sem og að rýmka reglur Íbúðalánasjóðs gagnvart endurbótum á leiguhúsnæði, en ríkisstjórnin þarf að ganga lengra.
Ég hef ítrekað bent á að ríkisstjórnin ætti að rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til viðhalds og endurbótalána, þannig að Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár .
Þá hafa verið fyrirætlanir hjá Reykjavíkurborg að auka viðhaldsframkvæmdir. Líkur eru á því að borgin fari en lengra en áður var áætlað því borgarstjórn samþykkti í gær að vísa góðri tillögu borgarfulltrúa Samfylkingar og VG um átak í framkvæmdum borgarinnar og Félagsbústaða til þverpólitísks aðgerðarhóps borgarstjóra.
Tillagan er þríþætt. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að allt að einum milljarði verði varið til viðhalds. Þetta er gert í ljósi stefnumiðs ríkisstjórnarinnar um að rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveitinga vegna viðhaldsverkefna á íbúðarhúsnæði.
Í öðru lagi er þeim tilmælum beitt til ríkisstjórnarinnar og Alþingis að sambærileg endurgreiðsla verði á virðisaukaskatti vegna viðhalds og endurbóta á opinberum byggingum og gert er ráð fyrir hjá einkaaðilum.
Í þriðja lagi verði gerð áætlun um að tvöfalda reglulegt viðhald á vegum borgarinnar næstu þrjú árin.
![]() |
Gróska í viðhaldsframkvæmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |