Treysta Sjálfstæðismenn ekki þjóðinni?

Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðismenn óttast fólkið og lýðræðið. Verst að hluti Samfylkingar og VG treysta þjóðinni heldur ekki til að kjósa sér stjórnlagaþing til að gera tillögu að nýrri stjórnarskrá.

Nú reynir á lýðræðisást þingamanna. Treysta þeir þjóðinni eða telja þeir sig þurfa að hafa vit fyrir henni?

Framsóknarflokkurinn hefur tekið forystu hvað varðar að treysta þjóðinni til þess að móta eigin framtíð.  Hverjir ætli fylgi Framsókn í þessu mikilvæga lýðræðismáli og hverjir ætli berjist fyrir forsjárhyggju með því að leggjast gegn stjórnlagaþingi?

Það verður spennandi að sjá.

Geri ráð fyrir að Sjálfstæðismenn og einhverjir Samfylkingarmenn reyni að kaffæra málið með vísan til kostnaðar - en ég minni á að kostnaður við stjórnlagaþing þjóðarinnar verður væntanlega lægri en kostnaður við misheppnaða kosningabaráttu Íslands við að komast í Öryggisráðið. Þar voru formenn þessara tveggja flokka í forystu síðustu mánuðina.


mbl.is Sjálfstæðismenn gagnrýna stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjakvóta í stjórnendateymi Seðlabankans?

Ætli sé ástæða til þess að lögbinda kynjakvóta í stjórnendateymi Seðlabankans?

Þegar ég sá hina þrjá vörpulegu karlmenn sem hafa setið í stólum Seðlabankastjóra undanfarin ár, rifjaðist upp að á fundum sem ég átti með stjórnendateymi Seðlabankans þegar ég var sviðsstjóri í Íbúðalánasjóði, þá voru eingöngu karlar í Seðlabankanum.

Það var annað en ég átti að venjast í Íbúðalánasjóði þar sem helmingur framkvæmdastjórnar sjóðsins voru konur, en konur eru reyndar í meirihluta framkvæmdastjórnar Íbúðalánasjóðs í dag!

Íbúðalánasjóður er vinsælasta fjármálafyrirtæki á Íslandi, en yfir 94% þjóðarinnar er ánægð með störf sjóðsins. Hvað ætli ánægjuhlutfallið sé hjá Seðlabankanum?

Kannske hefur bara vantað kvenlegt innsæji í stjórn Seðlabankans?

Jóhanna ætti kannske að setja inn ákvæði í nýju lögin um Seðlabankans sem kveði á um að jafnt kynjahlutfall skuli vera við skipan Seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra - en slík staða verður væntanlega bætt í frumvarp um ný Seðlabankalög.

Einnig að setja ákvæði um að hlutfall annars kynsins meðal æðstu stjórnenda Seðlabankans skuli ekki vera lægra en 40%.

Þá vil ég minna á gamla hugmynd mína um að Seðlabankinn verði fluttur á Ísafjörð og Svörtuloft verði tekin undir Listaháskólann. Málverkasafnið er þá á réttum stað.

Sjá nánar gamalt blogg: Já, Seðlabankann á Ísafjörð! og Seðlabankann á Ísafjörð?


mbl.is Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifstofuver í Vestmannaeyjum og Seðlabankann á Ísafjörð!

Svona eiga menn að vera. Ekkert væl heldur taka djörf skref í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Það skiptir ekki máli hvar á landinu ýmis tölvustarfsemi er svo fremi sem netsamband sé öflugt. Vestmannaeyjar ákjósanlegur staður í fallegri náttúru og með frábæra aðstöðu fyrir börn og unglinga - ekki síst eftir að fótboltahúsið rís!

Á sama hátt er ekkert mál að flytja Seðlabankann á Ísafjörð eins og ég lagði til vorið 2007 í pistlinum Já, Seðlabankann á Ísafjörð!

Þá losnar pláss í Svörtuloftum undir Listaháskóla Íslands sem við höfum ekki efni á að byggja á Laugarveginum í núverandi efnahagsástandi - enda ekki nægilegt pláss fyrir Listaháskólann þar!


mbl.is Skrifstofuver í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband