Athyglisverðar skipulagsbreytingar heilbrigðisráðherra

Þær breytingar sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær eru athyglisverðar og gefa möguleika á spennandi þróun í heilbrigðismálum.  Ég hef ekki skoðað þær ofan í kjölin og mögulega hefði mátt standa öðruvísi að kynningur þeirra - veit það samt ekki. En allavega þá verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
mbl.is Svæðið stórt og samlegðaráhrifin mismikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkur hækkar ekki skatta né gjaldskrárskrár

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 á fundi sínum í gærkvöldi.  Ég efast um að borgarbúar geri sér grein fyrir því hversu merkileg þessi fjárhqagsáætlun er miðað við fjárhagsáætlanir flestra annarra sveitarfélaga!

Fjárhagsáætlunin er án rekstrarhalla.

Skattar sveitarfélagsins - útsvar - hækkar ekki.

Gjaldskrár hækka ekki!

Það kostar sama í sund og áður, það kostar sama í leikskóla og áður, það kostar sama í strætó og áður skólamáltíð lækka í verði.

Þannig mætti áfram telja!

Fjárframlög til Velferðarmála hækka. Þar munar mest um hækkun vegna fjárhagsaðstoðar og húseligubóta!

Það er reyndar meira merkilegt við fjárhagsáætlunina.  Hún var unnin í samvinnu meirihluta og minnihluta, þótt Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem myndar meirihluta í borgarstjórn hafi verið ein um að samþykkja hana - fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá - þar sem þau treystu sér ekki að taka ábyrgð þegar á hólminn var komið - en það breytir því ekki að fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu meirihluta og minnihluta.

Fyrir það eiga borgarfulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og óháðra hrós skilið. Batnandi fólki er best að lifa!

En það er gott að búa í Reykjavík - undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks!


Bloggfærslur 7. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband