Athyglisverðar skipulagsbreytingar heilbrigðisráðherra
7.1.2009 | 22:50
![]() |
Svæðið stórt og samlegðaráhrifin mismikil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reykjavíkur hækkar ekki skatta né gjaldskrárskrár
7.1.2009 | 07:39
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 á fundi sínum í gærkvöldi. Ég efast um að borgarbúar geri sér grein fyrir því hversu merkileg þessi fjárhqagsáætlun er miðað við fjárhagsáætlanir flestra annarra sveitarfélaga!
Fjárhagsáætlunin er án rekstrarhalla.
Skattar sveitarfélagsins - útsvar - hækkar ekki.
Gjaldskrár hækka ekki!
Það kostar sama í sund og áður, það kostar sama í leikskóla og áður, það kostar sama í strætó og áður skólamáltíð lækka í verði.
Þannig mætti áfram telja!
Fjárframlög til Velferðarmála hækka. Þar munar mest um hækkun vegna fjárhagsaðstoðar og húseligubóta!
Það er reyndar meira merkilegt við fjárhagsáætlunina. Hún var unnin í samvinnu meirihluta og minnihluta, þótt Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem myndar meirihluta í borgarstjórn hafi verið ein um að samþykkja hana - fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá - þar sem þau treystu sér ekki að taka ábyrgð þegar á hólminn var komið - en það breytir því ekki að fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu meirihluta og minnihluta.
Fyrir það eiga borgarfulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og óháðra hrós skilið. Batnandi fólki er best að lifa!
En það er gott að búa í Reykjavík - undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks!