Ísraelar ætluðu greinilega alltaf að ráðast á Gaza hvort sem Hamas héldi vopnahlé eða ekki. Þeir hafa verið að undirbúa innrásina í 18 mánuði í eftirlíkingu af Gazaborg. Ætli það hafi verið líkön af palestínskum börnum í Gaza gerviborginni - lifandi og liðnum?
Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna
![]() |
Æfðu innrásina í átján mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarslit og ESB umsókn eftir Alþingiskosningar?
4.1.2009 | 17:19
Stefnir Ingibjörg Sólrún að stjórnarslitum og að ESB umsókn eftir kosningar?
Með hverjum ætlar hún í ríkisstjórn og ESB umsókn? Vinstri grænum? Veit að þeir eru búnir að opna á slíkt - en er ekki verið að hætta of miklu?
Eða eru þau Steingrímur J. búin að handsala nýja ríkisstjórn sem fari í aðildarviðræður - og láti þjóðina kjósa um niðurstöðuna - þannig að VG geti hangið í ríkisstjórn - þrátt fyrir ESB ágreining?
![]() |
Segir utanríkisráðherra vinna gegn ESB umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna
4.1.2009 | 11:49
Síendurtekin dráp ísraelska hersins á palestínskum börnum er móðgun við minningu gyðingabarna sem þýskir nasistar myrtu á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Þótt það sé ekki hægt að bera saman þjóðernishreinsanir þýskra nasista gegn gyðingum, sígaunum og öðrum "óæðri kynþáttum" við síendurteknar hernaðaraðgerðir Ísraela gegn Palestínumönnum, þar sem engu virðist skipta fyrir Ísraela að tugir eða hundruð barna missi lífið, þá finnst mér hernaðaraðgerðir Ísraela gegn nánast varnarlausum Palestínumönnum vera nánast móðgun við þær milljónir Gyðinga sem þýskir nasistar myrtu í síðari heimsstyrjöldinni.
Árás Ísraelhers á Gaza minni óþægilega á árás Þjóðverja á gettóið í Varsjá, þótt ekki sé sömu við að jafna þar sem engar líkur eru á að Ísraelar leggi Gaza í rúst og myrði alla íbúa svæðisins. En mannfall verður mikið - þar af hefur þegar fjöldi barna verið drepin og væntanlega munu enn fleiri börn falla.
Hugmyndafræði Ísraela um harkalegar og mannskæðar hefndarárásir á Palestínumenn ef Ísraeli fellur er sama hugmyndafræði og hjá Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldina sem tóku af lífi margfalt fleiri óbreytta borgara fyrir hvern þann Þjóðverja sem andspyrnuhreyfingar felldu.
Mín skoðun er sú að Ísraelar eigi að minnast milljónanna með því að beita sér fyrir friði og bera umhyggju fyrir öllu lífi, í stað þess að breyta eftir hinu mistúlkaða "lögmáli" auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Reyndar hefur það verið haus fyrir auga og fótur fyrir tönn hjá Ísraelum gagnvart Palestínumönnum.
Að sjálfsögðu hafa Ísraelar rétt á að verja sig. En aðgerðir Ísraela geta ekki skilgreinst sem sjálfsvörn.
Þeir hafa sagt að aðgerðirnar á Gaza beinist einungis gegn Hamas. Það er ekki rétt. Allsherjarárás á Gaza beinist gegn öllum fólki þar. Þeir sem blæða eru börn og aðrir óbreyttir borgarar.
Ekki ætla ég að verja árásir Hamas gegn Ísraelum. Ekki heldur að Hamas hafi ekki viljað framlengja vopnahlé við Ísraela. Auðvitað áttu þeir að gera það.
En á hinn bóginn þá hefur lengi verið ljóst að Ísraelar hafa ekki viljað taka skref í friðarátt. Þeir neita að viðurkenna Hamas sem réttkjörin stjórnvöld á Gaza - þrátt fyrir að Hamas hafi unnið lýðræðislegar kosningar þar.
Eflaust má efast um stjórnarhætti Hamas á Gaza - en það réttlætir ekki þá harkalegu einangrun sem Ísraelar hafa beitt íbúa Gazasvæðisins á vopnahléstímanum. Það var ekki friði til framdráttar. Enda náðu Ísraelar fram markmiði sínu - Hamas framlengdi ekki vopnahléinu - og Ísraelar fengu langþráð tækifæri til að ráðast að Hamas á Gaza af fullum hernaðarmætti - og skeyta engu þótt tugir eða hundruð barna og óbreyttra borgara liggi í valnum.
Íslendingum ber skylda til þess að fordæma Ísraela fyrir hernaðaraðgerðirnar af fullum krafti - og Íslendingar eiga að krefjast þess af Bandaríkjamönnum að þeir hætti að veita Ísraelum endalaust svigrúm til árása á Palestínumenn - með því að beita í sífelldu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
![]() |
Harðir bardagar í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)