Öflug Framsókn nýrra tíma
16.1.2009 | 14:46
Það er öflug Framsókn nýrra tíma í burðarliðnum á fjölmennu flokksþingi Framsóknar. Valgerður Sverrisdóttir fráfarandi formaður hélt góða ræðu - og umræða er hafin um drög að skynsamlegri ályktun um Evrópumál.
Vænti þess að það verði samþykkt að ganga til viðræðna við Evrópusambandið með skýr markmið.
![]() |
Eignarhald auðlinda sé tryggt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegurinn lykilatriði í nauðsynlegum aðildarviðræðum við ESB
16.1.2009 | 09:31
Sjávarútgvegurinn verður lykilatriðið í nauðsynlegum aðildarviðræðum við ESB. Landbúnaðurinn okkar einnig. Þar verðum við að tryggja að íslenskur landbúnaður verði skilgreindur sem heimskautalandbúnaður og að matvælaöryggi okkar verði tryggt.
Við eigum að ganga frá hnútum þannig að auðlyndir Íslands séu klárlega skilgreindar sem þjóðareign.
En það er þjóðarnauðsyn að ganga til viðræðna við ESB um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef við náum ekki ásættanlegum samningi - þá er málið dautt. Við göngum ekki inn. Svo einfalt.
Vonandi ber Frámsóknarmönnum gæfa til að samþykkja í dag fyrirliggjandi drög að ályktunum í Evrópumálum án mikill breytinga. Það er þjóðarnauðsyn. Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem best er til þess fallinn að leiða aðildarviðræður að Evrópusambandinu af ábyrgð.
![]() |
Aflaverðmæti stóreykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |