Gazalegur ágreiningur í ríkisstjórn
11.1.2009 | 20:06
Það virðist ríkja Gazalegur ágreiningur í ríkisstjórn. Líklega minnst í málefnum Palestínu. Hver ætli afstaða Samfylkingarinnar sé gagnvart ákvörðun heilbrigðisráðherra um St. Jóhannesarspítala?
Við vitum að varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að heilbrigðisráðherrann hafi gert mistök. Allavega glittir í ágreining milli flokkssystkinanna þar!
... og hvað með Evrópumálin?
![]() |
Ekki ágreiningur í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Auðvitað á þjóðin að kjósa um aðild að ESB
11.1.2009 | 16:21
Auðvitað á þjóðin að kjósa um aðilda að ESB. Hefur einhverjum dottið annað í hug.
Reyndar er skandall að það sé ekki fyrir löngu búið að skilgreina klár og skýr samningsmarkmið í mögulegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Slóðaháttur Sjálfstæðisflokksins er ein ástæða þess - vingulsháttur Samfylkingar annar.
![]() |
Þjóðin á að kjósa um aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Össur á leið í kosningar
11.1.2009 | 10:45
Össur Skarphéðinsson er á leið í kosningar ef marka blogfærslu hans Alphabylgjur og kosningaskjálfti .
"...Iðnaðarráðherra var með sterkar alphabylgur, og því stresslaus. Það vakti hins vegar athygli Kristins að mælingin sýndi merkilegt frávik, sem hann hafði ekki séð áður. Yfir þessu lá eðlisfræðingurinn drykklanga stund. Síðan leit hann upp með glampa snillingsins í augum, og lagði fram greiningu sína, sem kann að hafa pólitíska þýðingu:Heilabylgjumæling Mentis Cura á iðnaðarráðherra sýndi svo ekki varð um villst að það er kominn í hann kosningaskjálfti!"
Það veit á gott að Össur er á leið í kosningar. Íslendingar þurfa á því að halda - og það er alveg jafnljóst að við þurfum á ríkisstjórn að halda - því ekki ráða Össur og félagar við ástandið - sem að hluta til er til komið vegna vitleysisgangis ríkisstjórnarinnar á undanförnum mánuðum.
Nema Össur sé að undirbúa formannskosningar í Samfylkingunni!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)