Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB - strax!

Það á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar eigi að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið - og það strax!  Málið er á dagskrá - núna! Það á ekki að líðast að misvitrir pólitíkusar bulli fram og til baka um málið - og reyni að halda því fram að þetta sé seinna tíma mál!

Jónaz Haralz sagði allt sem segja þarf um þörfina á breytingu krónunnar í Silfri Egils í dag.  Krónan er ónýt. Besti kosturinn er að taka upp Evru. Það er alveg ljóst. Til þess þurfum við væntanlega að ganga í Evrópusambandið.  En það er þjóðin sem á að ákveða hvort við gerum það.

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðin ákveði hvort farið verði í aðildarviðræður. Samfylkingin vill í aðildarviðræður. Stór hluti Sjálfstæðismanna vill athuga hvað aðildarviðræður gefa okkur.

Það er því ekki eftir neinu að bíða. Ingibjörg Sólrún á að setja atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður á oddinn í stjórnarsamstarfinu. Guðni hlýtur að bakka hana upp. Get ekki séð að Geir eða Björn Bjarnason séu í stöðu til að setja sig upp á móti slíkri atkvæðagreiðslu.

Þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda skuli í aðildarviðræður við ESB - fyrir jól takk!

 


Bloggfærslur 7. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband