Mér finnst eins og Ísland sé nú byskupslaust!
6.9.2008 | 16:37
Byskup Íslands var jarðsettur í dag. Mér finnst eins og Ísland sé nú byskupslaust. Herra Sigurbjörn Einarsson var Byskup Íslands í mínum huga. Byskup með stóru B-i. Með fullri virðingu fyrir sporgöngumönnum hans.
Mér hefur fundist Sigurbjörn bera af sem gull af eir í íslenski þjóðkirkjunni á 20. öldinni. Þvílíkur hugsuður - þvílíkur predikari. Allt sem hann sagði virtist vera svo djúpt hugsað.
Þrátt fyrir það var ég ekki alltaf sammála honum. Það var bara ekki málið. Viska hans var bara svo mikil!
Nú verð ég að taka fram að ég er ekki í þjóðkirkjunni og ekki sérlega kirkjurækinn í Óháða söfnuðinum mínum. En ég ber virðingu fyrir kirkjunni - þótt ég sé afar gagnrýninn á hana.
Íslenska þjóðkirkjan þarf á nýjum Sigurbirni Einarssyni að halda á næstu árum og áratugum ef hún ætlar að halda stöðu sinni í hugum og lífi Íslendinga.
Enda mun Sigurbjörn byskup verða talinn í hópi merkustu byskupa Íslands. Ég er sannfærður um það.
Íslensk kirkja er fátækari eftir fráfall þessa mikla hugsuðar!
![]() |
Allir hlustuðu þegar hann talaði" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2008 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Ríkistryggð íbúðalán í Bandaríkjunum! Af hverju ekki í Evrópu?
6.9.2008 | 10:13
Eins og á Íslandi þá er stór hluti íbúðalána í Bandaríkjunum með ríkisábyrgð. Íbúðalánasjóðirnir Freddie Mac og Fannie Mae hafa verið öflugustu íbúðalánafyrirtæki Bandaríkjanna. Fyrritækin eru hlutafélög - en það hefur alla tíð verið ljóst að á þeim væri ríkisábyrgða, það er að alríkisstjórnin myndi taka ábyrgð á þeim ef illa fer.
Nú er sú staða komin upp. Bandaríkjastjórn hefur nú tilkynnt að ríkisstjórnin sé að undirbúa að yfirtaka stjórn sjóðanna. Sjóðirnir muni halda áfram starfsemi þar sem bandaríska alríkisstjórnin ábyrgðist skuldbindingar þeirra.
Íbúðalánasjóður er í eigu íslenska ríkisins. Lán Íbúðalánasjóðs bera því ríkisábyrgð - óbeina þó.
Þessi ríkisábyrgð hefur verið eitur í beinum ekki einungis íslenskra banka, heldur evrópskra, sem líta á pínulítinn ríkisrekinn Íbúðalánasjóð innan Evrópska efnahagssvæðið sem ógnun við sig. Það gæti nefnilega einhverjum dottið í huga að setja upp slíkan vel heppnaðan Íbúðalánasjóð annars staðar í Evrópu!
Þess vegna hefur Brusselveldið gert allt til þess að knésetja Íbúðalánasjóð á Íslandi - þrátt fyrir að staða hans og hlutverk sé afar mikilvæg íslenskum fjölskyldum!
... og það á sama tíma og breska ríkisstjórnin ríkisvæddi Northern Rock - einn stærsta íbúðalánasjóð Bretlands.
Íslensk stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að standa í fæturna gegn Brussel - og standa vörð um Íbúðalánasjóð!
Fyrst ég er að tala um Íbúðalánasjóð - þá verð ég að minna á bullið í Ingibjörgu Sólrúnu um ESA og Íbúðalánasjóð:
Rangfærslur Ingibjargar Sólrúnar um ESA og Íbúðalánasjóð!
![]() |
Bandaríska ríkið að yfirtaka fasteignalánasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |