Langnæstflottustu bloggararnir!

Tvíburabræðurnir Ármann og Sverrir Jakobssynir eru að mínu viti langnæstflottustu bloggararnir.

Tvö dæmi af handahófi:

"Björn Borg nærbuxur

Við hliðina á mér í flugvélinni heim sat fjórtán ára strákur í Björn Borg nærbuxum.

Hvernig veit ég í hvernig nærbuxum hann var? Jú, af einhverjum dularfullum sökum er fjórtán ára strákum mjög í mun að allur heimurinn viti í hvernig nærbuxum þeir eru.

Og auðvitað er sóun að eiga Björn Borg nærbuxur ef enginn sér þær."
Ármann Jakobsson. 2007. Fréttir frá mínu landi. www.armannjakobsson.blogspot.com

"Menningarpistill

September 5th, 2008

Við hjónin fórum áðan á opnun sýningar Helga Þorgils Friðjónssonar á Nordatlantens Brygge. Mjög falleg sýning með mörgum af bestu verkum listamannsins. 

Ég taldi 21 typpi á listaverkunum en Æsu fannst ég frekar barnalegur fyrir þennan tölfræðiáhuga."

Sverrir Jakobsson. 2008. Stefnumótavefur. www.blogg.gattin.is

 


Hefði ekki verið nær að hafa hóflegri fjárlög í fyrra?

Hefði ekki verið nær að hafa hóflegri fjárlög í fyrra til að hafa eitthvað uppi í erminni fyrir fjárlög næsta árs - fjárlög sem fyrirsjáanlegt var að þyrftu að taka tillit til nýrra samninga við ýmsar opinberar stéttir?

Við erum meðal annars að súpa seyðið af verðbólgufjárlögum ársins í fyrra þegar Samfylkingin fór á eyðslufyllerí af gleði yfir að komast í ríkisstjórn - og Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í fjörinu!

Við skulum ekki gleyma því að þar voru 20% raunaukning á útgjöldum á fjárlögum í fyrra - einmitt þegar allir málsmetandi aðiljar hérlendis og erlendis bentu á að aðhalds væri þörf!

Nú situr ríkisstjórnarparið í þynnkunni - og horfir fram á erfiða fjárlagagerð - þar sem tekjur hafa dregist saman - en útgjaldaþörfin aukist!

Kannske heldur ríkisstjórnarparið að það geti bjargað málum með því að níðast á nokkrum ljósmæðrum sem berjast fyrir eðlilegri leiðréttingu launa sinna. Það væri eftir því enda liggur ljósmæðrastéttin vel við höggi - þetta er jú kvennastétt!


mbl.is Kreppan kemur fram í fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband