Langnæstflottustu bloggararnir!
5.9.2008 | 21:27
Tvíburabræðurnir Ármann og Sverrir Jakobssynir eru að mínu viti langnæstflottustu bloggararnir.
Tvö dæmi af handahófi:
"Björn Borg nærbuxur
Hvernig veit ég í hvernig nærbuxum hann var? Jú, af einhverjum dularfullum sökum er fjórtán ára strákum mjög í mun að allur heimurinn viti í hvernig nærbuxum þeir eru.
Og auðvitað er sóun að eiga Björn Borg nærbuxur ef enginn sér þær."
"Menningarpistill
September 5th, 2008Við hjónin fórum áðan á opnun sýningar Helga Þorgils Friðjónssonar á Nordatlantens Brygge. Mjög falleg sýning með mörgum af bestu verkum listamannsins.
Ég taldi 21 typpi á listaverkunum en Æsu fannst ég frekar barnalegur fyrir þennan tölfræðiáhuga."
Sverrir Jakobsson. 2008. Stefnumótavefur. www.blogg.gattin.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hefði ekki verið nær að hafa hóflegri fjárlög í fyrra?
5.9.2008 | 09:56
Hefði ekki verið nær að hafa hóflegri fjárlög í fyrra til að hafa eitthvað uppi í erminni fyrir fjárlög næsta árs - fjárlög sem fyrirsjáanlegt var að þyrftu að taka tillit til nýrra samninga við ýmsar opinberar stéttir?
Við erum meðal annars að súpa seyðið af verðbólgufjárlögum ársins í fyrra þegar Samfylkingin fór á eyðslufyllerí af gleði yfir að komast í ríkisstjórn - og Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í fjörinu!
Við skulum ekki gleyma því að þar voru 20% raunaukning á útgjöldum á fjárlögum í fyrra - einmitt þegar allir málsmetandi aðiljar hérlendis og erlendis bentu á að aðhalds væri þörf!
Nú situr ríkisstjórnarparið í þynnkunni - og horfir fram á erfiða fjárlagagerð - þar sem tekjur hafa dregist saman - en útgjaldaþörfin aukist!
Kannske heldur ríkisstjórnarparið að það geti bjargað málum með því að níðast á nokkrum ljósmæðrum sem berjast fyrir eðlilegri leiðréttingu launa sinna. Það væri eftir því enda liggur ljósmæðrastéttin vel við höggi - þetta er jú kvennastétt!
![]() |
Kreppan kemur fram í fjárlögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)