Mikilvæg vaxtalækkun Kaupþings
27.9.2008 | 10:47
Vaxtalækkun Kaupþings á verðtryggðum íbúðalánum er mikilvæg í því ástandi sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Kaupþing hefur fengið góð kjör í fjármögnunarútboðinu eða 5,0 að meðaltali. Útlánavextir Kaupþings eru því 5,9% sem er 1% hærra en útlánavextir Íbúðalánasjóðs sem nú eru 4,9% á sambærilegum lánum.
Menn kynnu að spyrja af hverju þetta sé svo mikilvægt þegar vextir Kaupþings eru heilu prósenti hærra en vextir Íbúðalánasjóðs!
Svarið liggur í óeðlilega lágu hámarksláni Íbúðalánasjóðs - sem nú er 20 milljónir króna. Það dugir ekki til kaupa á millistórri eign!
En þar sem ekki er slíkt hámark á lánum Kaupþings þá skiptir þessu lækkun vaxta mála. Hún gæti hjálpað til við að halda einhverju lífi í fasteignamarkaðinn.
En vandamálið er hins vegar hve lág fjárhæðin er sem Kaupþing hefur til umráð á þessum lágu vöxtum - einungis 1 milljarður.
![]() |
Kaupþing lækkar vexti á íbúðalánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fáum líka sérfræðinga til að meta tjón íslenskra fjölskyldna!
27.9.2008 | 09:37
Það er ágætt að fjármálaráðuneytið ákveði að fá sérfræðinga til að meta tjón íslenska ríkisins vegna samráðs olíufélaganna.
En hvernig væri að fá sérfræðinga til að meta tjón íslenskra fjölskyldna vegna þessa samráðs?
Og þá í leiðinni að meta tjón íslenskra fjölskyldna vegna síendurtekinna efnahagsmistaka Seðlabankans og ríkisstjórnar Íslands?
Þessar stofnanir halda áfram að gera efnahagsmistök á hverjum degi!
![]() |
Sérfræðingar meta tjón íslenska ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)