Reykjavíkurflugvöll í Kársnesið?
23.9.2008 | 23:15
Fyrst Gunnar Birgis er ekki að hafa samráð við Reykjavvíkurborg um landfyllingar sem nánast ná yfir í Nauthólsvíkina - þá þarf ekkert að ræða við Kópavogsbæ um að flytja megnið af Reykjavíkurflugvelli út í sjó - jafnvel langleiðina yfir í Kópavog!
Hvernig væri bara að drífa í því?
![]() |
Reykjavík gagnrýnir áform um landfyllingu á Kársnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast Þorsteins Pálssonar sem formanns!
23.9.2008 | 11:47
Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast Þorsteins Pálssonar sem formanns þegar Geir Haarde hverfur á braut í Öryggisráð Sameinuð þjóðanna. Yngri kynslóðin í Sjálfstæðisflokknum er ekki enn reiðubúin að taka við stjórnartaumunum.
Þorsteinn Pálsson hefur sýnt það með yfirveguðum og vel ígrunduðum skrifum sínum sem ritstjóri Fréttablaðsins undanfarin misseri að hann hefur djúpan og góðan skilning á helstu vandamálum Íslendinga. Einnig að hann hefur raunhæfar lausnir.
Þorsteinn Pálsson er rétti maðurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þeirri óhjákvæmilegu kúvendingu sem flokkurinn mun taka í Evrópumálunum á næstu mánuðum og misserum. Þegar þeirri siglingu er lokið getur unga kynslóðin tekið við.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)