Davíð: "Jörðin er flöt". Birkir Jón:"Hún snýst nú samt!"
18.9.2008 | 22:21
Hugmyndafræðilegur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson segir um Evrópumálin og Evruna: "Jörðin er flöt". Birkir Jón og ungir félagar í Framsóknarflokknum segja: "Hún snýst nú samt!".
Það sem Birkir Jón og félagar hafa fram yfir Davíð er að þeirra stefna snýst um að setja íslenska hagsmuni í öndvegi - treysta þjóðinni og horfa á málið út frá íslenskum hagsmunum - á meðan Davíð lítur á málið út frá þröngum, sjónarhóli fortíðarhyggju - og þorir ekki að leyfa þjóðinni að taka Sjálfstæða ákvörðun um framtíð Íslands og íslensku þjóðarinnar.
Grein Birkis Jóns og samherja hans:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður fari fram vorið 2009
Frétt DV um ummæli Davíðs:
Illyrtur Davíð á endastöð :
www.dv.is/frettir/2008/9/18/illyrtur-david-endastod/
![]() |
Davíð segir að krónan muni ná sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Össur einlæglega ánægður með starf forvera sinna úr Framsókn!
18.9.2008 | 20:28
Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá í Kastljósinu í kvöld hve vinur minn Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er einlæglega ánægður með starf forvera sinna úr Framsókn, iðnaðar- og viðskiptaráðherranna Finn Ingólfsson, Valgerði Sverrisdóttur og Jón Sigurðsson!
Það eru nefnilega framangreindir ráðherrar Framsóknarflokksins sem hafa af hálfu ríkisvaldsins frá árinu 1995 - þegar Framsóknarflokkurinn kom inn í ríkisstjórn á tímum fjöldaatvinnuleysis sem ríkisstjórn íhalds og krata skyldu eftir sig - byggt upp öflugt atvinnulíf og skapað skilyrði fyrir öfluga íslenska banka - sem að sögn Össurar - standa sig betur en öflugir bankarisar sem nú riða til falls í útlöndum!
Þótt Össur hafi ekki nefnt á nafn þessa þrjá öflugu Framsóknarráðherra - þá má öllum vera það ljóst að sá jákvæði ákafi - og einlæga ánægja sem Össur sýndi þegar hann hrósaði undirstöðu og uppbyggingu íslensks atvinnulífs - beindist meðal annars að framangreindum fyrirrennurum hans í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum!
Verð reyndar að nota tækifærið og hrósa lærisveini vinar míns Össurar - Björgvins G. Sigurðssonar - fyrir að hafa staðið sig oft á tíðum afar vel sem viðskiptaráðherra - enda tók hann við góðu búi!
Björgvin hlýtur að taka við sem varaformaður Samfylkingarinnar á næsta flokksþingi þeirra - enda borið af ráðherrum Samfylkingarinnar - kannske að Jóhönnu minni Sigurðardóttur slepptri.
Eini raunverulegi keppinautur Björgvins sem framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar er Árni Páll Árnason - en hann verður fyrst að fá að sanna sig í ráðherrastól!
PS. Við félagi Össur áttum frábæra stund saman í vikunnu með þeim feðgum í fornbókabúð Braga - þar sem við fengum að heyra frumflutning snilldar sonnettu frá stórskáldi! Bíð eftir að fá sonnettuna senda - en okkur Össuri var lofað að við fengjum hana í pósti!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB næsta vor!
18.9.2008 | 16:20
Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið næsta vor - takk fyrir! Það er ekki seinna vænna!
Birkir Jón Jónsson alþingismaður Framsóknarflokksins, Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og Páll Magnússon fyrrum varaþingmaður Framsóknarflokksins rita grein í Fréttablaðið þar sem þau hvetja til þess að stefna Framsóknarflokksins um að þjóðin ætti að greiða þjóðaratkvæði um þaðhvort ganga eigi til viðræðna við Evrópusambandið verði hrynt í framkvæmd - og hvetja til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan verði haldin vorið 2009.
Valgerður Sverrisdóttir talaði skýrt um málið eftir að gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins skilaði skýrslu um gjaldmiðilsmál á þriðjudaginn. Hún vill aðildarviðræður við Evrópusambandið. Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins hvetur til hins sama!
Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að miklu fleiri Framsóknarmenn vilja að Evra verði tekin upp en þeir sem vilja halda í krónuna. Það var áður en í ljós kom hvað það er hræðilega dýrt að hafa krónuna sem gjaldmiðil til framtíðar!
Já. kjósum um aðildarviðræður næsta vor!
Greinin er hér:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður fari fram vorið 2009