Rangfærslur Ingibjargar Sólrúnar um ESA og Íbúðalánasjóð!

Ingibjörg Sólrún - formaður vinsælasta stjórnmálaflokksins á Íslandi um þessar mundir - fer ítrekað með rangt mál þegar hún fjallar um afstöðu ESA - Eftirlitsstofnunar EFTA - til starfsemi Íbúðalánasjóðs!

Ingibjörg tönglast sífellt á heimatilbúinni klysju sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa verið duglegir að leggja ESA í munn á undanförnum mánuðum til að réttlæta fyrirhugaðar breytingar á Íbúðalánasjóði - hverjar sem þær nú verða!

Ingibjörg sagði meðal annars eftirfarandi í viðtali við Viðskiptablaðið um helgina:

 

"Það er algjörlega skýrt að það þarf að skipta sjóðnum [Íbúðalánasjóði] í tvennt.

Annars vegar í félagslegu lánin – og þar er hægt að veita lán með ríkisábyrgð – og hins vegar í almennu lánin.  Eftirlitsstofnun EFTA fellst ekki á að Íbúðalánasjóður veiti almenn lán í samkeppni við bankana með ríkisábyrgð. Við verðum því að skipta þessu upp..."

 

 

Þetta er alrangt hjá Ingibjörgu!

 

ESA hefur aldrei sagt að skipta þurfi Íbúðalánasjóði í tvennt!

 

ESA hefur heldur aldrei sagt að Íbúðalánasjóður geti ekki veitt almenn lán með ríkisábyrgð!

 

ESA hefur hins vegar bent á að Íbúðalánasjóður þurfi að líkindum að takmarka almennar lánveitingar með ríkisábyrgð til almennings á einhvern hátt.

 

Það er sannleikurinn í málinu!

 

Stjórnvöld hafa töluvert val um það hvernig þau beita Íbúðalánasjóði til að ná markmiði sínu um að tryggja almenningi hóflegt húsnæði!

 

Ein leiðin gæti verið sú að afnema beina ríkisábyrgð með því að Íbúðalánasjóður stofni dótturfyrirtæki í formi hlutafélags sem sjái um fjármögnun fyrir öll útlán Íbúðalánasjóðs - lán sem allir gætu nýtt sér!

 

Félagslegur stuðningur komi síðan í gegnum húsnæðisbótakerfi stjórnvalda!

 

Það er ein útfærslan.  Þær eru fleiri!

 

En þetta á formaður vinsælasta stjórnmálaflokksins og ráðherra í ríkisstjórn að vita!


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnemið stimpilgjöldin og hækkið hámarkslán Íbúðalánasjóðs!

Fasteignamarkaðurinn er að stöðvast. Raunverð tekið að lækka. Nú er rétti tíminn að afnema stimpilgjöldin á öll íbúðalán - ekki bara hjá fyrstu kaupendum!

Þá er tími til kominn að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs aftur - í 22 milljónir!

Meira um fasteignamarkaðinn síðar í vikunni!


mbl.is Velta á íbúðamarkaði dregst saman um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmynd um kaupmennina á horninu!

Það gladdi mig að heimildarmyndin um þá bræður Kristján og Gunnar Jónassyni í Kjötborg skyldi verða valin besta heimildamyndin! Þessir drengir eru náttúrlega frábærir eins og margir vita - aldir upp í búðinni í Búðagerði og kaupmenn á horninu af gamla skólanum - þrátt fyrir að vera ekki eldri en þeir eru!

Mér finnst framtak þeirra Helgu Rakelar og Huldu Rósar að festa þá bræður og búðina þeirra á filmu til fyrirmyndar. Með heimildamyndinni ná þær andanum sem einkenndi nýlenduvöruverslun í Reykjavík um áratuga skeið - og ekki seinna vænna í umhverfi hringamyndunar og stórmarkaða - sem einkenna verslun dagsins í dag.

Kaupmaðurinn á horninu lifir enn í þessum drengjum - en því miður er hætta á því að þeir verði meðal hinna síðustu - nema kauphegðun okkar breytist! 


mbl.is Kjötborg best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband