Grillur Geirs Haarde hækka skuldatryggingarálag Íslands enn á ný!
5.8.2008 | 19:51
Enn hækkar Geir Haarde skuldatryggingarálag Íslands og íslensku bankanna með grillum sínum! Aðgerðarleysi Geirs og ríkisstjórnar varð með öðru til þess að erlendir aðiljar misstu trú á Íslandi og íslensku bönkunum með þeim afleiðingum að skuldatryggingarálag náði himinhæðum.
Þrátt fyrir aðgerðarleysi Geirs tókst bönkunum að halda sjó og voru að vinna trúnað erelndra aðilja á ný - og skuldatryggingarálagið lækkaði!
En nú kemur Geir með fáránlegar yfirlýsingar þar sem hann staðfestir að aðgerðarleysið sé stefna ríkisstjórnarinnar!
Afleiðingin - skuldatryggingarálagið upp úr öllu valdi á ný og nær nú hæstu hæðum!
Það hefði verið betra að maðurinn væri áfram í sumarfríi - þegjandi!!!
Eftirfarandi var haft eftir Geir í Viðskiptablaðinu - og svipað í RÚV:
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt, við núverandi aðstæður í efnahagsmálum, að fólk gangi ekki með þær grillur í höfðinu um að hægt sé að leysa vandann með einhverjum örþrifaráðum. Hann vísar á bug fullyrðingum stjórnarandstöðunnar og bloggara um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.
Þetta svokallaða aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem stjórnarandstaðan og hinir og þessir á blogginu tala um er nú meðal annars að bera þann ávöxt að vöruskiptajöfnuðurinn í síðasta mánuði var jákvæður og við fáum fína umsögn frá Financial Times vegna afkomu bankanna, sagði Geir í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun.
Hagkerfið okkar hefur mikla aðlögunarhæfni og það er fljótt að snúa sér við þegar aðstæður breytast, sagði Geir enn fremur.
Ég er ekki viss um að Geir fái jafn góða umsögn frá Financial Times eftir þetta - og íslensku bankarnir sem ná árangri - þrátt fyrir aðgerðarleysi Geirs - ekki vegna þess!
Ekki að undra að Sjálfstæðismenn séu farnir að líta eftir nýjum formanni sbr. Sjálfstæðismenn að gefast upp á Geir Haarde?
![]() |
Álag bankanna hækkar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Valdníðsla Ólafs Friðriks virðist lögbrot!
5.8.2008 | 11:53
Valdníðsla Ólafs Friðriks borgarstjóra við brottrekstur fulltrúa hans úr skipulagsráði er ekki einungis siðlaus einræðishyggja heldur virðist hún einnig vera lögbrot! Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn virkilega standa að einræðislegri valdníðslu og mögulegu lögbroti?
Dögg Pálsdóttir lögmaður virðist sannfærð um að Ólafur Friðrik sé að brjóta lög með athæfi sínu, en Dögg skrifar um málið í pistlinum "Dregur dilk á eftir sér" á vefsíðu sinni.
Dögg segir meðal annars:
"Ég sé því ekki betur en að sveitarstjórnarlög heimili ekki lengur að skipta út fulltrúa í nefnd eingöngu að þeirri ástæðu að hann njóti ekki lengur trausts þess meirihluta sem er hverju sinni. Skilyrðin eru almennari og hlutlægari.
Til að unnt sé að veita kosnum nefndarmanni lausn þá þarf öðru af tveimur skilyrðum að vera fullnægt:
- að um brottvikningu hans sé ekki ágreiningur innan sveitarstjórnar eða
- fyrir brottvikningunni séu málefnalegar ástæður, svo sem ef nefndarmaður, án lögmætra forfalla, mætir ekki á fundi nefndar eða brýtur gegn þagnarskyldu. "
Ég hef meiri trú á að lögfræðingurinn Dögg hafi rétt fyrir sér en læknirinn Ólafur Friðrik - ekki hvað síst eftir opinberar sjúkdómgreiningar læknisins á fjölmiðlamönnum sem honum er illa við!
PS.
Fram kemur í frétt á visir.is að Ólöf Guðný Valdimarsdóttir útilokar ekki að sækja skaðabætur til borgarinnar vegna ákvörðunar borgarstjóra að reka hana úr skipulagsráði.
Þar bætist væntanlega enn í svimandi fórnarkostnað sem borgarbúar þurfa að sjá úr borgarsjóði og sjóðum Orkuveitunnar vegna Ólafs Friðriks og duttlunga hans!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)