Sjálfstæðismenn að gefast upp á Geir Haarde?

Sjálfstæðismenn eru að gefast upp á Geir Haarde ef marka má ummæli þónokkurra gegnheillra Sjálfstæðismanna sem ég hef spjallað við í sumarblíðunni í Sælingsdal og nágrenni undanfarna daga!

Ég hef aldrei - endurtek aldrei - heyrt Sjálfstæðismenn tala svo illa um sitjandi formann flokksins!

Þeir virðast vera að gefast upp! Segja fullum fetum að hann sé gersamlega búinn að klúðra stöðunni. Þá eru flestir afar þreyttir á Samfylkingunni.

Þá verða menn heitir þegar minnst er á borgarmálin!

Vonarstjarna flestra er Bjarni Benediktsson - sem þeir telja að hafi þegar sannað sig!  Ekki sé eftir neinu að bíða - það verði að taka af skarið og skipta um formann fyrir næstu kosningar - og Bjarni sé rétti maðurinn.

Tveir sögðu þó að Þorgerður Katrín ætti að taka við - með Bjarna Ben sem varaformann.

En greinilegt er að Bjarni Ben og Illugin Gunnarsson eru ofarlega í huga Sjálfstæðismanna!


Bloggfærslur 3. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband