Tímamótaskref í þjónustu við geðfatlaða!
28.8.2008 | 22:01
Tímamótaskref í þjónustu við geðfatlaða var innsiglað í dag þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir undirrituðu annars vegar viljayfirlýsingu um að Reykjavíkurborg taki að sé framkvæmd allrar þessarar þjónustu í borginni og hins vegar þjónustusamning sem felur í sér að Reykjavíkurborg taki að sér stoðþjónustu við 44 geðfatlaða einstaklinga og sjái um útvegun húsnæðis fyrir þá með yfirtöku verkefna átaksverkefnisins Straumhvarfa í Reykjavík og verður útvegun húsnæðis hraðað og lýkur á næsta ári í stað ársins 2010.
Þótt ég hafi einungis komið að málunum sem varaformaður Velferðarráðs á allra síðustu metrunum þegar allt var komið í höfn - klappað og klárt - þá gladdist ég yfir þessum tímamótum sem margir hafa barist fyrir - Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi formaður Velferðarráðs, Jórunn Frímannsdóttir núverandi formaður Velferðarráðs, Sigursteinn Másson og miklu fleiri!
Mín skoðun hefur alla tíð verið sú að málefni fatlaðra eigi að vera sinnt af sveitarfélögunum - enda stóð ég að því sem félagsmálastjóri og framkvæmdarstjóri Fræðslu- og fjölskyldustofu Austurlands á Hornafirði á sínum tíma - að sveitarfélagið tæki yfir þjónustu við fatlaða með þjónustusamningi við félagsmálaráðuneytið. Með þeim samningi var unnt að samþætta þjónustu við fatlaðra annarri velferðarþjónustu sem alfarið var rekin af Hornafjarðarbæ sem var reynslusveitarfélag á þeim tíma.
Ég varð því fyrir miklum vonbrigðum þegar Páll Pétursson félagsmálaráðherra varð að draga til baka fyrirætlanir um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna á sínum tíma - þar sem ekki náðist samkomulag um yfirfærslu tekjustofna frá ríkinu.
Ég er því ánægður með að Jóhanna Sigurðardóttir hefur tekið upp kyndilinn að nýju og sé að koma þessu baráttumáli Páls á Höllustöðum í framkvæmd!
![]() |
Húsnæðisvandi 44 geðfatlaðra einstaklinga leysist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðgerðir jafnt sem aðgerðarleysi ríkisstjórnar dýpka kreppuna!
28.8.2008 | 09:29
Það er grátlegt hvernig meira og minna allt sem ríkisstjórnin gerir - eða gerir ekki - verður til þess aðdýpka þá kreppu sem við göngum í gegnum núna. Eins og allir vita þá voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar síðastliðið haust þegar afgreidd voru verðbólgufjárlög þar sem ríkisútgjöld voru aukin um 20% - á röngum tíma - til þess að draga úr trausti erlendra aðilja á stjórn íslenskra efnahagsmála.
Eins og allir vita þá hefur endalaust aðgerðarleysi ríkisstjórnarinna nánast allt þetta ár orðið til að dýpka kreppuna. Ríkisstjórnin eyðilagði meira að segja þær aðgerðir sem hún boðaði með lántöku með aðgerðarleysi - lánið hefur aldrei verið tekið - og traust erlendra aðilja á stjórn íslenskra efnahagsmála minnkar enn. Aðgerðin að boða lántöku - sem ekki hefur verið framkvæmd - varð til að dýpka kreppuna!
Þá hafa aðgerðir umhverfisráðherra sem miða að því að slá af nauðsynlegar álversframkvæmdir á Bakka orðið til þess að dýpka kreppuna enn.
Að öðru leiti hefir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar verið algert. ´
Ríkisstjórnin hefur ekki einu sinni rænu á samráði við aðilja vinnumarkaðarins - en miðstjórn ASÍ kallaði einmitt eftir slíku breiðu samráði ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda.
Væntanlega gerir ríkisstjórnin ekki neitt...
... og kreppan dýpkar!
![]() |
Kreppa af völdum ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)