Samfylking og Óskar Bergsson
16.8.2008 | 09:04
1. Samfylking hafnar R-listatilboði Óskars Bergssonar
2. Samfylking "gleymir" Óskari í skoðanakönnun um árangur borgarfulltrúa
3. Samfylking sniðgengur Óskar í allri umræðu um borgarmál þar sem til dæmis ofurbloggarinn Össur Skarphéðinsson ræðir sífellt um samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna í borgarmálum til framtíðar, en sleppir Framsóknarflokknum
4. Samfylking þverneitar að íhuga að endurskoða afstöðu sína til helsta baráttumáls Óskars, uppbyggingu atvinnumála með nýtingu gufuafls við Bitru.
5. Samfylking og Vinstri grænir setja upp klækjaleikrit þar sem Óskar Bergsson á að leggja pólitískt líf sitt í hendur Ólafs Friðkriks fráfarandi borgarstjóra, biðja hann um að standa upp úr stólnum og lofa að ganga aldrei nokkurn tíma til samstarfs við Sjálfstæðismenn. Þá kannske myndi Ólafur Friðrik gefa Tjarnarkvartettinum líf. Kannski.
6. Samfylking sakar Óskar Bergsson um svik við Tjarnarkvartettinn!
Halló! Hver hefur verið að svíkja hvern?
![]() |
Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)