Marsibil mun ekki fella meirihlutann!
15.8.2008 | 15:00
Marsibil Sæmundsdóttir varaborgarfulltrúi mun ekki fella meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk í Reykjavíkurborg ef ég skil orð hennar rétt. Það er ljóst að Marsibil treystir sér ekki í samstarf við Sjálfstæðismenn um stjórn borgarinnar þótt hún virði ákvörðun Óskars Bergssonar og Framsóknarflokksins um samstarf um nýjan meirihluta.
Hins vegar mun Marsibil verja meirihlutann falli þótt hún taki tímabundið sæti í borgarstjórn ef Óskar Bergsson forfallast tímsbundið og hún taki sæti hans sem varaborgarfulltrúi. Get ekki skilið orð hennar öðruvísi.
Afstaða Marsibilar endurspeglar tilfinningar margra Framsóknarmanna sem líta á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ekki sem óskasamstarf. Hins vegar standa flokksmenn að baki Óskars í samstarfinu, enda ljóst að annar kostur var ekki í stöðunni, hvað sem klækjastjórnmálamenn annarra flokka reyna að halda fram.
Framsóknarmenn hafa því skilning á tilfinningum Marsibilar og afstöðu hennar þótt hún kunni að fipa flokkinn næstu daga.
Það er mikilvægt að gagnkvæm virðing og vinátta ríkir enn á milli Óskars og Marsibilar og að trúnaðarsamband þeirra heldur eins og fram hefur komið. Á visir.is er eftirfarandi frétt sem staðfestir þetta:
Fundarmenn virtu afstöðu Marsibil
Marsibil Sæmundardóttir ,varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem ekki styður meirihlutasamstarf Óskars Bergssonar og Sjálfstæðisflokksins fór á fund með framsóknarmönnum í hádeginu. Marsibil segir fundarmenn hafa skilið sína afstöðu en lykilfólk í flokknum, aðallega úr Reykjavík, sat fundinn.
Ég ákvað að fara á þennan fund og ræða við fólk og útskýra mína afstöðu. Ég get ekki sagt annað en að fundurinn hafi stutt Óskar og þetta meirihlutasamstarf heilshugar. En á sama tíma virtu þau mína afstöðu og sýndu mér virðingu," segir Marsibil sem sagði við Vísi fyrr í morgun að hana hlakkaði ekkert sérstaklega til fundarins.
Það er auðvitað erfitt að þetta skuli vera svona en þetta er allt flott fólk sem skilur að svona getur gerst."
![]() |
Hleypir spennu í sambandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)