Þórunn Sveinbjarnardóttir sýnir fádæma hugrekki!

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra sýnir fádæma hugrekki með því að boða til opins fundar á Húsavík í kjölfar nýlegrar aðfarar hennar að uppbyggingu atvinnulífs á Húsavík og nágrenni.

Ég tek ofan fyrir Þórunni að fara norður og ræða við heimamenn!

Veit hins vegar ekki hvað sveitastjórnaráðherrann hefur að gera á þessum fundi!


mbl.is Þórunn boðar til fundar á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöklabréfakrónurnar á leið í Kaupþing?

Ætli erlendir fjárfestar séu að nota íslensku krónurnar úr jöklabréfaútgáfunum sem eru á gjalddaga þessa dagana til að kaupa sér íslenskan banka?

Væntanlega hefur eitthvað af krónunum farið í kaup á íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs og þannig hjálpað til með að lækka vexti á íbúðalánum - en eitthvað verða mennirnir að gera við aurana sína þegar þeir losna - og af hverju þá ekki að fjárfesta í Kaupþingi?

Mér bara datt þetta svona í hug!


mbl.is Fjögurra milljarða viðskipti með Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrnaskert börn án hjálpar að óþörfu!

Það er sorglegt til þess að hugsa að á Íslandi eru tugir heyrnaskertra barna án hjálpar að óþörfu!

Ástæða þess er sú að oft greinist heyrnarskerðing ekki fyrr en börnin eru orðin stálpuð - og þá oft á tíðum eftir að fram hafa komið alvarlegir erfiðleikar í málþroska og jafnvel hegðunarvandamál sem rekja má til erfiðleika barnanna við að skilja það sem fram fer í umhverfinu!

Það er afar mikilvægt að heyrnaskerðing uppgötvist sem fyrst svo unnt sé að grípa til aðgerða áður en barnið kemst af því skeiði þegar málþroski er hvað hraðastur.  Hvort sem um er að ræða aðgerðir sem auka á heyrn barnanna þannig að þau geti náð tökum á tungumálinu á sama hátt og önnur börn - eða þá að tryggja þeim börnum sem ekki er unnt að hjálpa til nægilega góðrar heyrnar með kuðungsígræðslu eða heyrnartækjum góða táknmálskennslu.  Það skiptir nefnilega miklu máli að illa heyrnaskert börn læri táknmál á þeim tíma sem þau eru hvað móttækilegust í að tileinka sér málið.

Ingibjörg Hinriksdóttir yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands skýrir frá því í frétt á visir.is að líklega séu um 60 heyrnaskert börn undir 6 ára aldri sem ekki hafa enn verið greind heyrnarskert!

Það sorglega við þetta er að unnt hefði verið að uppgötva heyrnarskerðingu stórs hluta þessa hóps með  því að heyrnarmæla börn í svokallaðri fimm daga skoðun sem gerð er á öllum nýfæddum börnum skömmu eftir fæðingu.

Fram kemur hjá Ingibjörgu að í tæplega eitt og hálft ár hafi staðið yfir tilraunaverkefni þar sem börn sem fæðast hafa á Landspítalanum í Reykjavík hafi verið greind. Árangurinn sé góður.

Að sjálfsögðu vonast Ingibjörg til þess að verkefninu verði framhaldið og að heyrnamæling verði hluti fimm daga skoðunar alls staðar á landinu. 

Er þetta nokkur spurning?

Ef heyrnarmæling í fimm daga skoðun getur orðið til þess að árlega greinist 5 til 10 börn heyrnaskert strax í stað þess að þurfa að takast á við umhverfið fyrstu misseri og ár lífsins illa heyrandi með þeim vandamálum sem því fylgir - þá ber okkur skylda til þess að gera slíka heyrnarmælingu alls staðar. 

Það á ekki að horfa í kostnað við þetta. Velferð þessara barna er það dýrmæt - auk þess sem allar líkur eru á að þegar upp er staðið sé greining sem þessi margfalt ódýrari fyrir samfélagið en þær aðgerðir sem grípa þarf til ef heyrnaskerðingin er greind misserum eða árum síðar!


Bloggfærslur 11. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband