Þróuð greiðsluerfiðleikaúrræði hjá Íbúðalánasjóði!
6.7.2008 | 10:52
Það harnar á dalnum og greiðsluerfiðleikar að aukast. Þeir sem hafa íbúðalán sín hjá Íbúðalánasjóði eru væntanlega í skárri stöðu en aðrir, því sjóðurinn hefur yfir að ráða þróuðum greiðsluerfiðleikaúrræðum sem geta aðstoðað fólki að komast yfir erfiðasta hjallan.
Það skal undirstrikað að það skiptir öllu máli að leita sér aðstoðar og áður en allt er komið í óefni í fjármálum fjölskyldunnar. Ekki bíða of lengi!!!
Greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs felast meðal annars í því að unnt er að frysta lán sjóðsins til allt að 3 ára og breyta vanskilum lán til allt að 15 ára. Hafa ber í huga að greiðslubyrði lána hækkar í kjölfari þessara þriggja ára - en unnt er að draga úr því með lengingu lánanna.
Nánari upplýsingar um greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs og annað er snýr að sjóðnum er að finna á vef sjóðsins www.ils.is.
Vonandi munu bankar og sparisjóðir landsins feta í fótspor Íbúðalánasjóðs í greiðsluerfiðleikamálum á meðan núverandi niðursveifla (og ríkisstjórn) ríkir. Við skulum líka vona að ríkisstjórnin ranki við sér!
![]() |
Eiga erfitt með að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)