Móttaka Gyðinga 1938

Við skulum láta hugan reika aftur til ársins 1938. Ímynda okkur að maðurinn væri gyðingur. Hvernig hefði verið tekið á móti manninum? Líklega á sama hátt og núna. Hvernig var samviska okkar eftir stríð gagnvart þeim gyðingum sem við gerðum afturreka?

Hélt við hefðum lært af sögunni. Vitum að það er engin trygging fyrir því að Ítalir sendi hann ekki til baka. Eins og þær þjóðir sem tóku við gyðingum sem vísað var frá Íslandi fyrir stríð. Sumir enduðu aftur í Þýskalandi. Með afleiðingum sem við þekkjum öll.

Viljum við hafa líf mannsins mögulega á samviskunni?

Held ekki.

Við eigum að veita manninum hæli með hraði -  fá hann heim frá Ítalíu - og veita fjölskyldunni öryggi hér heima.


mbl.is Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtti Landsbankinn sér klaufaskap ríkisstjórnarinnar?

Nýtti Landsbankinn sér klaufaskap ríkisstjórnarinnar sem að líkindum fór ekki að reglum Kauphallarinnar um birtingu fjárhagslegrar upplýsinga á upplýsingavef Kauphallar?

Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld klikka í þeim efnum, en stjórnmálamenn hafa átt í gegnum tíðina erfitt með að sætta sig við að geti ekki sjálfir stjórnað því hvernig og hvenær þeir koma fram með slíkar upplýsingar í fjölmiðlum. Ásóknin í dýrðarljóma fjölmiðlaljóssins verið skynseminni ofursterkari.

Íbúðalánasjóður hefur alla tíð lagt megináherslu á að upplýsingar sem kunna að hafa áhrif á markaði birtist fyrst í Kauphöll áður en frá þeim er greint á öðrum opinberum vettvangi - eins og reglur Kauphallar gera ráð fyrir. Þar er ekki einungis nóg að upplýsingar birtist á íslensku heldur einnig samhliða á ensku.

Þetta hefur ekki alltaf tekist - oftast vegna fljótfærni stjórnmálamanna - sem hafa verið einum of fljótir að tjá sig í fjölmiðlum.

Nú er ljóst að upplýsingar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar birtust einhverra hluta á visir.is áður en frá þeim var greint á vef Kauphallar. Hvort um hafi verið að ræða leka frá ríkisstjórn, mistök embættismanna í ráðuneytum eða að ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í bankakerfinu hafi búið yfir upplýsingum sem aðrir höfðu ekki - er ekki gott að segja - en þetta er staðreyndin.

Svo virðist reyndar að í gegnum Samráðsvettang bankanna - Samtök fjármálafyrirtækja - hafi upplýsingarnar borist vítt og breytt um bankakerfið - áður en aðgerðirnar voru tilkynntar í Kauphöll. Það er ólíðandi - en undirstrikar samráð bankanna gegnum þennan opinbera samráðsvettvangi sinn - sem bankarnir hafa notað ótæpilega óáreittir gegnum tíðina.

Landsbankinn virðist þó sá eini sem hafði tækifæri til að nýta sér þessar upplýsingar - einhverra hluta vegna!


mbl.is Landsbankinn liggur enn undir grun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband