Óntalegar fréttir af sprengjutilræði í Tyrklandi!

Það er frekar ónotalegt að frétta af sprengiárás í Tyrklandi - svona rétt eftir að maður yfirgefur landið eftir frábært frí. Reyndar ekki í Istanbúl þar sem sprengjurnar sprungu - heldur á Marmaris - en ónotalegt samt!

Þetta sprengjutilræði kemur hins vegar ekki alveg á óvart. Tyrkir og Kúrdar hafa eldað grátt silfur saman um árabil - og kúrdneskir skæruliðar ráðist á Tyrki - og Tyrkir ráðist á Kúrda!  Átök landlæg á heimasvæðum Kúrda á landamærum Tyrklands, Íraks og Íran - þar sem Kúrdar kalla Kúrdistan!

Reyndar gæti einnig verið um að ræða íslamska öfgamenn!


mbl.is Sprengjuárásir í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bræðslan - gott dæmi um tryggð við heimabyggð!

Komst því miður ekki á Bræðsluna - þessa merkilegu tónlistarhátíð á Borgarfirði eystra!

Frábært dæmi um það hvernig fólk sem náð hefur langt heldur tryggð við æskuslóðirnar - en eins og menn vita þá er Magni Borgfirðingur. Magni og fjölskylda hans kom Bræðslunni í gang á sínum tíma - atburði sem væntanlega skiptir samfélagið á Borgarirði eystra máli - því það  munar um á þriðja þúsund gesti í smábæ yfir helgi!

Stefni að því að vera á næstu Bræðslu!


mbl.is Fjöldi manns á Bræðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband