Ósannsögull borgarstjóri á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins?!

Borgarstjórinn er í embætti á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á ósannsöglum borgarstjóra?

Ef hinn heiðarlegi og öflugi stjórnmálamaður Svandís Svavarsdóttir segir satt þá er borgarstjórinn ósannsögull. Einhverra hluta treysti ég henni betur en borgarstjóranum þegar kemur að túlkun þess sem raunverulega gerist!

Ef Svandís hefur rétt fyrir sér, ætlar Sjálfstæðisflokkurinn þá að láta eins og ekkert sé?

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn virkilega að láta borgarstjórann kúga sig út kjörtímabilið með barnalegum hótunum?

Væri ekki nær fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta tímabundna valdahagsmuni sína víkja og taka af ábyrgð á borgarmálunum - og atvinnumálunum?

Fyrsta skrefið gæti verið að klára það sem Kjartan Magnússon hefur ýjað að - láta borgarstjórann lönd og leið með öfgafullri vitleysunni í sér - taka ábyrgt skref í atvinnumálum og ganga á fullu í Bitruvirkjun!

Það er ljóst að ef Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn sér að sér - og ákveður að vinna því þjóðþrifamáli brautargengi - þá er meirihluti í borgarstjórn í málinu! 

Þótt Svandís og Dagur B séu á móti æskilegri Bitruvirkjun - þá er hefur Óskar Bergsson staðið í lappirnar í því máli! 

Ég trúi ekki öðru en Óskar muni veita Sjálfstæðismönnum liðsinni sitt í að koma Bitruvirkjunarmálinu í gegn - þótt hann sé að öðru leiti hollur annars ágætu samstarfi núverandi minnihluta í borginni - kvartettinum sem Björn Ingi forveri Óskars myndaði með Dagi B. Svandísi og Möggu Sverris - þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti áttanna í REI málinu.

Sjá einnig: Meirihluti fyrir Bitruvirkjun að myndast þrátt fyrir þráhyggju borgarstjóra?


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti fyrir Bitruvirkjun að myndast þrátt fyrir þráhyggju borgarstjóra?

Það virðist vera að myndast meirihluti í borgarstjórn fyrir Bitruvirkjun þrátt fyrir alvarlega þráhyggju borgarstjórans - sem ítrekað æpir á samstarfsmenn sína í meirihlutanum í borgarstjórn með hótunum eins og óþekkur krakki sem ekki hefur stjórn á skapi sínu.

Fram að þessi hefur Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins staðið einn eins og klettur í hafinu og barist fyrir byggingu Bitruvirkjunar. Virkjunarframkvæmdar sem hefur hverfandi neikvæð umhverfisáhrif og myndi drífa umhverfisvæna stóriðju á Þorlákshöfn og verða sú framkvæmd sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda.

Geir Haarde hefur tekið undir sjónarmið Óskars Bergssonar. Svo virðist einnig að Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson hafi tekið undir sjónarmið Óskars.´

Það hefur komið í ljós að Kjartan Magnússon er að snúast í málinu - farin að gæla við stefnu Óskars Bergssonar.

Kannske er Sjálfstæðisflokkurinn í borgastjórn að sjá ljósið og taka undir stefnu Óskars Bergssonar og Framsóknarflokksins. Ef svo er þá er að myndast meirihluti fyrir þessari þjóðþrifaframkvæmd!

Það þýðir reyndar klofning í meirihluta borgarstjórnar þar sem borgarstjórinn er að úti að aka í málinu og heldur því fram að Bitruvirkjun hafi endanlega verið slegin af - og gerir þannig lítið úr Kjartani Magnússyni.

Klofningur í minnihlutanum hefur verið ljós í tvo mánuði, því Óskar Bergsson hefur alla tíð verið talsmaður Bitruvirkjunar - og hefur eflaust átt erfitt með að sitja undir heimskulegum fagnaðarlátum Samfylkingar og Vinstri grænna þegar sem fögnuðu ákaft með Sjálfstæðismönnum og borgarstjóranum þegar Bitruvirkjun var slegin af.

Kannske er skynsemin og stefna Óskars Bergssonar að verða ofan á - þjóðinni og borgarbúum til heilla!


mbl.is Segir ljóst að Birtuvirkjun hafi verð slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband