Meirihluti fyrir Bitruvirkjun í borgarstjórn?
24.7.2008 | 19:08
Það virðist vera að myndast meirihluti fyrir Bitruvirkjun í borgarstjórn! Fram að þessi hefur Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins staðið einn eins og klettur í hafinu og barist fyrir byggingu Bitruvirkjunar. Virkjunarframkvæmdar sem hefur hverfandi neikvæð umhverfisáhrif og myndi drífa umhverfisvæna stóriðju á Þorlákshöfn og verða sú framkvæmd sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda.
Geir Haarde hefur tekið undir sjónarmið Óskars bergssonar. Svo virðist einnig að Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson hafi tekið undir sjónarmið Óskars.´
Í dag kemur í ljós að Kjartan Magnússon er að snúast í málinu - farin að gæla við stefnu Óskars Bergssonar.
Kannske er Sjálfstæðisflokkurinn í borgastjórn að sjá ljósið og taka undir stefnu Óskars Bergssonar og Framsóknarflokksins. Ef svo er þá er að myndast meirihluti fyrir þessari þjóðþrifaframkvæmd!
Það þýðir reyndar klofning í meirihluta borgarstjórnar þar sem borgarstjórinn að úti að aka í málinu og heldur því fram að Bitruvirkjun hafi endanlega verið slegin af - og gerir þannig lítið úr Kjartani Magnússyni.
Klofningur í minnihlutanum hefur verið ljós í tvo mánuði, því Óskar Bergsson hefur alla tíð verið talsmaður Bitruvirkjunar - og hefur eflaust átt erfitt með að sitja undir heimskulegum fagnaðarlátum Samfylkingar og Vinstri grænna þegar sem fögnuðu ákaft með Sjálfstæðismönnum og borgarstjóranum þegar Bitruvirkjun var slegin af.
Kannske er skynsemin og stefna óskars Bergssonar að verða ofan á - þjóðinni og borgarbúum til heilla!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Grænar greiðslur í landbúnaði!
24.7.2008 | 15:54
Við eigum að gera allan íslenskan landbúnað vistvænan þannig að merking íslenskra landbúnaðavara með íslenska fánanum sé trygging fyrir neytendur allra landa að um vistvæna ræktun sé að ræða.
Þá eigum við að sjálfsögðu að breyta eins miklu af íslenskum landbúnaði yfir í lífræna ræktun og við mögulega getum.
Stuðningur ríkisvaldsins við landbúnað á að binda við vistvæna ræktun og sérstakt átak á að gera til þess að aðstoða bændur við að skipta yfir í lífræna ræktun.
Þetta sagði ég fyrir tuttugu árum - og segi það enn!
![]() |
Bændur vilja í lífræna ræktun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)