Illkynja krabbamein í íslenskri náttúru!

Lúpínan er illkynja krabbamein í íslenskri náttúru og hefur þegar gert óbætanlegan skaða á lífríkinu. Þótt hætt yrði að sá þessum ósóma strax í dag - þá mun lúpínan halda áfram að breiðast út og breyta vistkerfinu. 

Lúpínan eyðileggur íslensku móanna og hefur alvarleg áhrif á íslenskt fuglalíf. Hefur til dæmis eyðilagt varpstöðvar rjúpunnar í Hrísey - og á kannske sinn þátt í minni rjúpnastofni! Gengur þá væntanlega einnig nærri hinni heilögu heiðlóu, spóanum og hrossagauknum!

Þessi sorglega staðreynda var enn og einu sinni staðfest í Morgunvaktinni á Rás 1 þar sem Sigurður H. Magnússon plöntuvistfræðingur var gestur. Það kom skýrt fram hjá Sigurði að lúpínan gerir lífríkið fábreyttara og að ekki verði aftur snúið. Því miður.

Ég skora á umhverfisráðherra að setja bann við sáningu lúpínufræja á lúpínulausum svæðum á Íslandi.

Viðtalið við Sigurð H. Magnússon er að finna hér.

 


Bilaður GSM bjargaði sumarfríinu!

Ég er ekki viss um að ég hefði haft viljastyrk til að hafa slökkt á GSM símanum mínum í sumarfríinu í Tyrklandi - en síminn tók af mér völdin og bilaði á fyrsta degi. Ef marka má talhólfið mitt sem ég hlustaði á í morgun - þá varð bilunin til þess að bjarga sumarfríinu!

Mögulega missti ég einhver verkefni vegna þessa - en það verður bara að hafa það. Gott sumarfrí var þess virði!

En nú er það bara vinnan á fullu. Mun væntanlega tengjast aftur GSm sambandi eftir hádegi - og þá byrjar fjörið!

Dálítil viðbrigði að koma úr 42 stiga hitanum í Tyrklandi í 14 stiga hitann á Íslandi - en voða gott samt!


Bloggfærslur 23. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband