Bush á leið í stríð fyrir McCain?

Svo virðist sem Condoleezza Rice sé að undirbúa jarðveginn fyrir árásarstríð George W. Bush á Íran, annars vegar til að komast yfir olíulindir og hins vegar til að auka líkur á að repúblikaninn John McCain ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna.

Það er væntanlega engin tilviljun að rétt áður en Condoleezza hótar Írönum hafi Joseph Lieberman, öldungadeildarþingmaður og stuðningsmaður John McCain, forsetaframbjóðanda repúblíkana í Bandaríkjunum sagt að Barack Obama , forsetaefni demókrata hafa lýst því yfir að hann hafi valið uppgjöf í Írak!

Sem reyndar er þvættingur -en tilgangurinn helgar meðalið!

Íraksstríði hefur verið algert klúður frá byrjun - og hófst á grunni vísvitandi rangfærslna Bush og pótintátata hans - sem ætluðu - frá fyrsta degi - að ráðast á Írak. Það hafði ekkert með "stríð gegn hryðjuverkum" eða efnavopn í Írak að gera. Einungis stríðshetjudrauma mislukkaðs fyrrum flugmanns úr lofther Bandaríkjanna sem aldrei kom nálægt átakasvæðum - og Bandaríkjamenn auluðust að kjósa yfir sig sem forseta.

Nei, því miður virðast repúblikanarnir vera reiðubúnir í stríð til að tryggja fyrrum stríðshetju kosningu - og tryggja áframhaldandi völd flokksins í Hvíta húsinu.

Svei!


mbl.is Rice aðvarar Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband