Eru stjórnendur Strætó gersamlega úti að aka?
2.7.2008 | 21:53
Eru stjórnendur Strætó gersamlega úti að aka þessa dagana?
Skemmst er að minnst afar sérkennilegrar brottvísunar trúnaðarmanns hjá Strætó, brottvísunar sem virðist brjóta gegn þeim samskiptareglum sem gilt hafa á vinnumarkaði undanfarna áratugi.
Nú virðist vera að kona sem unnið hefur sem vagnstjóri í 10 ár hafi verið látin fjúka í kjölfar bloggfærslu þar sem hún lýsir andúð sinni á framangreindri framkomu stjórnenda Strætó!
Hvað er eiginlega í gangi?
Vagnstjóri segist rekin vegna bloggfærslu (Frétt á visir.is)
Hallur Magnússon
stjórnarmaður í stjórn SVR 1986-1990
Staðfesta Einars Kristins til fyrirmyndar!
2.7.2008 | 07:41
Staðfesta Einars Kristins sjávarútvegsráðherra við úthlutum fiskveiðiheimildar er til fyrirmyndar! Einar Kristinn tekur enn á ný mjög erfiða ákvörðun þar sem hann fer nánast eftir fyrirliggjandi tillögum fiskifræðinga um takmarkaðar fiskveiðiheimildir á næsta fiskveiðiári, þrátt fyrir mikinn þrýsting útvegsmanna og þrátt fyrir versnandi efnahagsástand þar sem freistandi hefði verið að láta reka á reiðanum og auka fiskveiðiheimildir af efnahagslegum aðstæðum.
Vandamálið er hins vegar það að ríkisstjórnin hefur brugðist landsbyggðinni vegna skorts á raunhæfum mótvægisaðgerðum, þrátt fyrir gorgeir og gildar yfirlýsingar þar um. Nú verður ríksistjórnin að grípa til raunverulegra og raunhæfra mótvægisaðgerða!
Það hefði verið alvarlegt stílbrot hjá Einari Kristni að standa ekki við þá stefnumótun sem hann lagði upp með á síðasta ári þegar hann skar verulega niður þorskheimildir í takt við tillögur fiskifræðinga. Hins vegar er ljóst að margir efast um réttmæti þeirrar stefnumótunar. Mögulega með réttu.
Fiskifræðingar og stjórnmálamenn verða að hlusta á rök þeirra sem gagnrýna þessa stefnumótun og telja verndun fiskistofnanna með mikilli takmörkun hámarksafla ekki réttu leiðina og geti mögulega hafa haft öfug áhrif. Í ljósi þess að þorskstofnin hefur haldið áfram að minnka þrátt fyrir verndunaraðgerðir kann þetta að vera rétt.
En það er ekki rétti tíminn nú að snúa við blaðinu. Það verður að klára þessar aðgerðir og sjá hvort þær skila tilætluðum árangri. Ef ekki - þá verða stjórnmálamenn og vísindamennirnir í Hafró að hugsa sinn gang - og hlusta á kenningar þeirra vísindamanna sem eru þeim ósammála. Þeir hafa meðal annars bent á þróun mála í Barentshafi. Þá hefur verið bent á að ekki eigi að veiða fæðuna frá þorskinum, það er loðnuna.
Þessar raddir kunna að hfa rétt fyrir sér og það er skylda mann að íhuga þær.
En þrátt fyrir það tekur Einar Kristinn rétta ákvörðun og á hrós skilið fyrir staðfestuna.
![]() |
Næsta ár verður erfitt fyrir sjávarútveginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)