Samfylkingin er stolt af Óskari Bergssyni!

"Við erum stolt af Óskari, vorum nýlega að kjósa hann í Hafnarstjórn og í borgarráð fyrir hönd alls minnihlutans. Minnihlutinn stendur saman sem einn maður." segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn í samtali við Visir.is.

Þá vitum við það!

Hins vegar kemur ekki fram afhverju Samfylkingin kaus að skilja Óskar út undan í spurningunni: "Hvernig finnst þér eftirfarandi borgarfulltrúar hafa staðið sig." en ákváðu að spyrja um frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur og einnig helstu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks!

Frétt visir.is má sjá hér.


Óttast Samfylkingin Óskar Bergsson?

Óttast Samfylkingin Óskar Bergsson borgarfulltrúa Framsóknarflokksins? Skyggir hann um of á Dag B. Eggertsson? Hefur sú staðreynd að Óskar hefur í hverju málinu af öðru tekið forystu í öflugri, en málefnalegri stjórnarandstöðu og þjarmað að meirihluta borgarstjórnar svo eftir hefur verið tekið að Samfylkingin kýs að reyna að þegja Óskar Bergsson í hel?

Svo virðist vera!

Samfylkingin er nú að keyra skoðanakönnun um borgarmál gegnum Félagsvísindastofnun. Ég lenti í úrtakinu og svaraði eftir bestu samvisku eðlilegum spurningum.  En þegar kom að lokaspurningunni sem var eitthvað á þessa leið:

"Hvernig finnst þér eftirfarandi borgarfulltrúar hafa staðið sig. Svarið á skalanum 1 - 10", þá var spurt um alla helstu borgarfulltrúa - nema Óskar Bergsson!

Ég benti spyrlinum á að hann hefði gleymt að spyrja um Óskar Bergsson!  Spyrillinn fór ítrekað yfir spurninguna - og upplýsti að Óskar Bergsson væri ekki á listanum!!!

Það er klárlega ekki tilviljun!

Ég veit að það er Samfylkingin sem keyrir þessa könnun!

Á sama tíma og Samfylkingin reynir að þegja Óskar Bergsson í hel með því að sniðganga hann á spurningalista - og tryggja þannig að hann verði ekki fréttum fyrir að hafa staðið sig vel - þá er vinur minn Össur Skarphéðinsson að gera slíkt hið sama í bloggi sínu um ástarbríma Samfylkingar og VG!

Þetta eru skilaboð sem ekki er unnt að misskilja!

Samfylkingin óttast Óskar Bergsson borgarfulltrúa Framsóknarflokksins vegna þess að hann skyggir um of á Dag B. Eggertsson!

En heldur Samfylkingin að hún geti þagað Óskar Bergsson og Framsóknarflokkinn í hel? Ætlar Samfylkingin að flæma Óskar Bergsson úr hingað til samhentum minnihluta í borginni?

Hvað á Óskar Bergsson að gera þegar Ólafur Friðrik hættir sem borgarstjóri og nennir ekki lengur að vera í borgarstjón? Setjast í meirihluta með Samfylkingunni sem kemur svona í bakið á honum?

Þetta gæti orðið tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem vann náið með Óskari Bergssyni í fyrsta borgarstjórnarmeirihluta kjörtímabilsins!


Bloggfærslur 9. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband