Áhyggjuleysi Árni á Kirkjuhvoli gáfumerki eða grandaleysi?

Hvort ætli áhyggjuleysi Árna á Kirkjuhvoli yfir efnahagsmálunum beri vott um gáfumerki og djúpan skilning á efnahagsmálum eða  ábyrgðarlaust grandaleysi?

Það er ljóst að fjárlagafrumvarp hans síðasta haust bar vott um grandaleysi - enda varð það til þess að magna upp mikið verðbólgubál!

Í frétt Moggans segir:

„Ég held ekki að við þurfum að hafa of miklar áhyggjur," segir Árni. „Eins og hlutir hafa þróast er samdráttarhættan aðallega tengd alþjóðlegri þróun."

Árni telur líklegt að íslenska hagkerfið standi í stað á næsta ári en ekki sé líklegt að alvarlegur samdráttur verði. Síðan muni hagkerfið taka við sér á ný árið 2010.

Ekki er ég viss um að stjórnendur fyrirtækjanna sem mynda úrvalsvísitöluna í Kauphöllinni séu sama sinnis, en í dag stóð vísitalan í lægsta gildi frá því 17. ágúst 2005.

Ekki heldur stjórnendur þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem nú eru í miklum erfiðleikum - ekki vegna slæmrar eiginfjárstöðu - heldur vegna alvarlegs lausafjárskorts.  Ég er ekki viss um að þessir stjórnendur séu sammála Árna á Kirkjuhvoli varðandi lausafjárstöðu, en í frétt Moggans segir um Árna:

Þá segir hann að staða peningamála hafi batnað á Íslandi á síðustu vikum, einkum þó hjá bönkunum, sem hafi sýnt styrk sinn í þeim ólgusjó sem verið hafi. Það hafi þeir getað vegna þess að þeir séu vel fjármagnaðir og ráði yfir nægu lausafé.

En við skulum vona að áhyggjuleysi Árna á Kirkjuhvoli beri vott um gáfumerki frekar en grandaleysi!


mbl.is Dregur úr hagvexti en samdráttur ólíklegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband