Þorstein Pálsson í stað Geirs Haarde?

"Tímabundinn vandi efnahagslífsins snýst um alþjóðlega lánakreppu. Langtíma vandinn í þjóðarbúskapunum felst hins vegar í því að íslenska krónan er ekki samkeppnishæf. Þetta eru aðskilin viðfangsefni.

En tímabundni vandinn má ekki verða til þess að slegið verði á frest að leggja línur um það hvernig langtíma úrlausnarefninu verður mætt."

Þetta segir Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í afar góðum leiðara blaðsins í dag.

Þetta er einmitt kjarni málsins!

Það má ekki slá á frest að leggja línur um það hvernig langtíma úrlausnarefninu verður mætt.  Sporgöngumaður Þorsteins - Geir Haarde virðist ekki ráða við það verkefni. Hann vill bara tala við útlendinga um "ekkiaðild" Íslands að Evrópusambandinu!

Loksins núna - eftir að aðiljar vinnumarkaðarins og fulltrúarsveitarfélaganna hafa hrist af Geir slenið - hyggst hann leita til sérfræðinga til að greina stöðuna og leggja til leiðir!!!

Halló Geir!

Hvar hefur þú verið?

Ég held það væri farsælla fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að Þorsteinn Pálsson taki aftur við flokknum - miðað við málflutning og röggsemi Þorsteins í skrifum sínum undanfarið.

Leiðari Þorsteins er hér.


mbl.is Glapræði að leggja verðbólgumarkmiðið á hilluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband